fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

Foreldrar í Rimahverfi vilja „hverfisperrann“ burt – „Áreitir börnin í hverfinu kynferðislega dag eftir dag“

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 10. júní 2020 14:00

Frá leikvellinum í Rimahverfi rétt hjá íbúð mannsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir og Sigurður Hólm Gunnarsson, foreldrar í Rimahverfi, skrifuðu pistil sem birtist á Vísi í dag. Þar ræða þau um meintan „hverfisperra“ sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum í vikunni. Umræddur maður hefur til að mynda verið dæmdur fyrir blygðunarsemisbrot árið 2014.

Barnaleikvöllur er rétt hjá heimili mannsins. Maðurinn býr á jarðhæð í fjölbýlishúsi mjög nálægt leikvelli.

Foreldrarnir eru ósáttir með það að umræddur maður fái að ganga laus óáreittur, þar sem að hann virðist halda sífellt áfram að brjóta af sér.

„Í um árabil hefur maður búsettur í hverfinu okkar áreitt börn kynferðislega, ítrekað, reglulega, jafnvel daglega. Hann er orðinn þekktur sem „hverfisperrinn“. Hver man ekki eftir einum slíkum frá því í barnæsku? Meinalaus grey sem maður átti að forðast.

En nú er öldin önnur, nú vitum við betur og það sem meira er þá höfum við sem samfélag ákveðið að vernda börn fyrir ofbeldi því við vitum hversu alvarleg afleiðingar ofbeldi hefur á börn.

Samt sem áður fær „hverfisperrinn“ að halda gjörðum sínum áfram nánast óáreittur. Hann áreitir börnin í hverfinu kynferðislega dag eftir dag, viku eftir viku, áratugum saman. Hangir í glugganum og fróar sé yfir börnunum sem leika sér á leikvellinum fyrir framan stofugluggann hans. Hann hefur verið kærður margsinnis, einu sinni dæmdur og allir vita af honum en ekkert er gert.“

Réttindi mannsins meiri en barnanna

Ragnheiður Lára er félagsráðgjafi og Sigurður Hólm er iðjuþjálfi sem hefur einnig setið í stjórn Siðmenntar. Þau segja að „hverfisperrinn“ hafi brotið á barni þeirra, en að viðbrögð yfirvalda hafi ekki verið mikil. Þau spyrja sig hvers vegna að maður sem dæmdur hafi verið fyrir svona brot fái að búa í barnmörgu hverfi.

„Barnið okkar varð fyrir broti hans og það er einu barni of mikið. Það barn þurfti að fara í Barnahús og gefa skýrslu um athæfið. Það barn varð af saklausum raunveruleika sínum. Það barn varð sært, hrætt, kvíðið, óttaslegið og þurfti að fást við afleiðingar þess að verða fyrir kynferðisbroti. Það barn er orðið að þolanda í lögreglurannsókn.

Hér viljum við benda á það úrræðaleysi sem virðist vera í okkar samfélagi til að vernda börn gegn níðingum sem sannarlega hafa gerst ítrekað sekir um að áreita börn, jafnvel árum saman.

Ekki virðast vera til lög sem banna kynferðisafbrotamönnum að búa í barnmörgu hverfi, hvað þá fyrir framan leikvöll. Réttindi einstaklings sem sannarlega hefur brotið á mörgum börnum trompa rétt barna til að vera örugg í sínu umhverfi. Hér þarf löggjafinn að bregðast við og það tafarlaust. Við sem foreldrar getum ekki sætt okkur við að barnaníðingur hafi tækifæri á því að brjóta ítrekað á börnunum að leik og fengið að búa áfram í miðju íbúðarhverfi.“

„Eitt barn í viðbót er einu barni of mikið“

Þau vilja að maðurinn verði færður í öruggara umhverfi og krefjast þess að yfirvöld taki í taumana og bregðist við. Þau segja að fleiri börn megi ekki lenda í manninum.

„Maður sem vill eða getur ekki hætt að níðast á börnum þarf einfaldlega að færa eitthvert annað. Í verndað umhverfi þar sem hann getur fengið aðstoð og þá geta börnin okkar aftur verið örugg úti á róló án þess að eiga í hættu á að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi.

Við krefjumst þess að löggjafinn, barnavernd og sveitarfélagið bregðist við þessum aðstæðum án tafar. Við krefjumst öryggi fyrir börnin okkar.

Eitt barn í viðbót er einu barni of mikið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

CIA með nýtt „vopn“ – Reyna að lokka Kínverja til að snúa baki við Xi Jinping – Myndband

CIA með nýtt „vopn“ – Reyna að lokka Kínverja til að snúa baki við Xi Jinping – Myndband
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sviðsmynd rússneskrar árásar á NATÓ vekur mikla athygli – „Ég vil ekki eiga þriðju heimsstyrjöldina á hættu vegna lítils bæjar í Eistlandi“

Sviðsmynd rússneskrar árásar á NATÓ vekur mikla athygli – „Ég vil ekki eiga þriðju heimsstyrjöldina á hættu vegna lítils bæjar í Eistlandi“
Fréttir
Í gær

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 
Fréttir
Í gær

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni