fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fréttir

Það sem enginn þorir að segja upphátt

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 9. júní 2020 19:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefnan í stjórnkerfinu og bönkunum er að hreinsa út fyrirtæki sem voru illa stödd áður en Covid-faraldurinn skall á. Það er kallað nauðsynleg leiðrétting.

Þessu er haldið fram í viðhorfspistli á vefmiðlinum Viljanum sem Björn Ingi Hrafnsson ritstýrir.

Í pistlinum er því haldið fram að margra bíði harkaleg lending þegar rennur upp fyrir fólki og fyrirtækjum að ferðamenn eru ekki á leiðinni hingað til lands í stríðum straumum næstu misserin og strípaðar atvinnuleysisbætur bíði margra með haustinu. Viðbúið sé að mörg fyrirtæki gefist upp á næstunni.

„Það verður bæði sárt og erfitt að spóla aftur á bak í tíma. Og ávísun á harkalega lendingu hjá mörgum. Það er bara óumflýjanlegt,“ segir í pistlinum.

Því er ennfremur haldið fram að þessar hreinsanir séu ástæðan fyrir því hvað langan tíma það tekur að afgreiða björgunaraðgerðir á borð við brúarlán, lokunarstyrki og stuðningslán:

„Svo er hitt, sem enginn þorir að segja –– upphátt að minnsta kosti. Sem er að stefnan í stjórnkerfinu og hjá bönkunum er að hreinsa út þá sem stóðu illa fyrir og voru í reynd komnir að fótum fram af margvíslegum ástæðum þegar kórónuveiruósköpin dundu yfir.

Þetta er kallað nauðsynleg leiðrétting.

Það er þess vegna sem allskyns björgunaraðgerðir á borð við brúarlán, lokunarstyrki og stuðningslán eru jafn lengi í fæðingu og raun ber vitni. Það er þess vegna sem ekkert af þessu er enn komið til framkvæmda, jafnvel þótt vikur og mánuðir líði og hver mánaðarmótin á fætur öðrum.

Veitingamaður einn benti í gær á að ekki hafi ein umsókn verið afgreidd enn, enda hvergi hægt að sækja um.

„Kannski á að hreinsa út litlu fyrirtækin.“

Það skyldi þó ekki vera?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“
Fréttir
Í gær

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna
Fréttir
Í gær

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru
Fréttir
Í gær

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“
Fréttir
Í gær

Helgi Magnús lætur allt flakka – „Fyrirgefðu frönskuna mína“

Helgi Magnús lætur allt flakka – „Fyrirgefðu frönskuna mína“