fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Það sem enginn þorir að segja upphátt

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 9. júní 2020 19:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefnan í stjórnkerfinu og bönkunum er að hreinsa út fyrirtæki sem voru illa stödd áður en Covid-faraldurinn skall á. Það er kallað nauðsynleg leiðrétting.

Þessu er haldið fram í viðhorfspistli á vefmiðlinum Viljanum sem Björn Ingi Hrafnsson ritstýrir.

Í pistlinum er því haldið fram að margra bíði harkaleg lending þegar rennur upp fyrir fólki og fyrirtækjum að ferðamenn eru ekki á leiðinni hingað til lands í stríðum straumum næstu misserin og strípaðar atvinnuleysisbætur bíði margra með haustinu. Viðbúið sé að mörg fyrirtæki gefist upp á næstunni.

„Það verður bæði sárt og erfitt að spóla aftur á bak í tíma. Og ávísun á harkalega lendingu hjá mörgum. Það er bara óumflýjanlegt,“ segir í pistlinum.

Því er ennfremur haldið fram að þessar hreinsanir séu ástæðan fyrir því hvað langan tíma það tekur að afgreiða björgunaraðgerðir á borð við brúarlán, lokunarstyrki og stuðningslán:

„Svo er hitt, sem enginn þorir að segja –– upphátt að minnsta kosti. Sem er að stefnan í stjórnkerfinu og hjá bönkunum er að hreinsa út þá sem stóðu illa fyrir og voru í reynd komnir að fótum fram af margvíslegum ástæðum þegar kórónuveiruósköpin dundu yfir.

Þetta er kallað nauðsynleg leiðrétting.

Það er þess vegna sem allskyns björgunaraðgerðir á borð við brúarlán, lokunarstyrki og stuðningslán eru jafn lengi í fæðingu og raun ber vitni. Það er þess vegna sem ekkert af þessu er enn komið til framkvæmda, jafnvel þótt vikur og mánuðir líði og hver mánaðarmótin á fætur öðrum.

Veitingamaður einn benti í gær á að ekki hafi ein umsókn verið afgreidd enn, enda hvergi hægt að sækja um.

„Kannski á að hreinsa út litlu fyrirtækin.“

Það skyldi þó ekki vera?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“
Fréttir
Í gær

Handtekinn eftir húsbrot og líkamsárás

Handtekinn eftir húsbrot og líkamsárás