fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Inga um Þórhall miðil – „Þetta eru afleiðingarnar af því hér í myndum“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 8. júní 2020 21:30

Inga Sæland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, þingmaður og formaður Flokks fólksins, birti í kvöld sláandi myndir af bróðursyni hennar þar sem hann liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að hann reyndi að taka eigið líf. Myndirnar birti hún, með samþykki bróðursonarins, Gísla Más Helgasonar  til að sýna hversu alvarlegar afleiðingar kynferðisbrota geta verið.

Við vörum við myndunum sem fylgja færslu Ingu, en þær sýna Gísla þungt haldinn, að berjast fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi.

Þórhallur hafi notfært sér syrgjandi börn

Inga segir að Þórhallur Guðmundsson, miðill, hafi notfært sér stöðu sína og brotið freklega gegn Gísla, sem hafi verið frá sér af sorg eftir að hafa misst föður sinn. „Hann var að nota sorg barna því að þau höfðu misst foreldri,“ sagði Inga í samtali við DV.

Hún greinir frá því á Facebook að eftir að bróðir hennar, Helgi, lést af slysförum árið 1988 hafi Gísli  brotnað saman og verið bugaður af sorg. Í kjölfarið hafi Þórhallur miðill, boðið honum í heimsókn til að fá skilaboð að handan frá pabba sínum.

„Drengurinn var sautján ára  gamall. og þráði ekkert heitar en að fá kveðju frá pabba sínum. „Pabbi þinn segir að þú sér of spenntur, þurfir að slaka á,“ sagði Þórhallur. Drengurinn var gjörsamlega frosinn, vissi ekki hvað var í gangi, hafði aldrei kynnst öðru eins. Þórhallur sem sagt tók út getnaðarlim drengsins og fróaði honum og bar dáinn föður hans fyrir sig til að réttlæta athæfið. Er til meiri lágkúra? Þessi ungi maður glímdi við áfallastreituröskun, kvíða og óendanlega vanlíðan í árabil og reyndi að taka eigið líf. Loksins, loksins hefur það verið viðurkennt opinberlega hvaða mann þessi svo kallaði „miðill“ hefur að geyma.“

Sá enga aðra flóttaleið

Inga segir að eftir þetta hafi Gísli þurft að lifa með afleiðingum brotsins sem hafi reynst honum svo þungbært að hann fann enga aðra flóttaleið en að taka eigið líf. Gísla var vart hugað líf eftir sjálfsvígstilraun fyrir um áratug síðan, en með ótrúlegri seiglu tókst honum að snúa aftur til fjölskyldu sinnar.

„Vikum saman var honum haldið sofandi í öndunarvél á milli heims og helju og fjölskyldan undirbúin undir það versta. Saman fallin lungu og öll líkamsstarfsemi hætt og hann í raun dáinn það lengi að okkur var gefin engin von um að hann kæmi til baka. Þrátt fyrir að hafa gengið í gegnum allar þessar raunir, orðinn að beinagrind sem þurfti að gangast undir langa endurhæfingu er Gísli hetja og gangandi kraftaverk í dag. Loksins er Þórhallur Guðmundsson á leið bak við lást og slá þar sem okkur öllum í fjölskyldunni finnst hann eiga heima og hvergi annars staðar.“

Vill sýna hversu alvarlegar afleiðingarnar geta verið

Í samtali við DV segir Inga að hún vilji deila sögu frænda síns til að benda á hversu alvarlega afleiðingar kynferðisbrota geta verið. Frændi hennar sé hetja og ótrúlega sterk manneskja sem hafi það, sem betur fer, gott í dag. Dómurinn sem féll nýlega yfir Þórhalli miðli hafi veitt fjölskyldunni vissa viðurkenningu á brotum hans, þó svo hann hafi í reynd aldrei verið sakfelldur fyrir brot sín gegn Gísla.

Eftir að Gísli greindi fjölskyldu sinni fyrst frá brotunum reyndu þau að stöðva Þórhall, en Inga segir að þá hafi málið bara verið þaggað í hel.

„Það var bara látið kyrrt liggja og þaggað niður og hann fær bara að halda áfram sinni iðju með útvarpsþætti og í sjónvarpi og fórnarlömbin hans þurftu ýmist að heyra í honum eða sjá hann.“

Nú sé það viðurkennt að Þórhallur sé kynferðisbrotamaður og þar með geta þolendur hans skilað skömminni. Þórhallur hafi notfært sér börn, á þeirra versta tíma þegar þau væru frá sér af sorg vegna missis.

Inga segir að í þessu máli skipti það hana engu máli að hún sé þingmaður. Þarna sé um fjölskyldu hennar og réttlæti að ræða.

„Ég er bara manneskja. Við eigum ekki að þagga þetta niður.“

Ekki sá eini

Gísli tjáir sig sjálfur við færslu Ingu

„Ég gat ekki lifað með skömmina eftir að Þórhallur beitti mig kynferðislegu ofbeldi. Ég reyndi að flýja frá allt og öllum, ég reyndi að hengja mig. Þetta er 17 árum eftir að ég heimsótti Þórhall.“

Hann tekur jafnframt fram að hann hafi unnið sig í gegnum áfallið í dag og líði vel í dag. Hins vegar sé hann ekki sá eini sem hafi lent í Þórhalli og fleiri munu að líkindum stíga fram.

„Ég er ekki sá eini. Það var bara ég sem var fyrstur að kæra hann, það eiga ábyggilega eftir að koma fleiri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“
Fréttir
Í gær

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Í gær

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“
Fréttir
Í gær

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína
Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“