fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Fréttir

99 prósent samdráttur í farþegaflugi Icelandair

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 8. júní 2020 18:15

Bogi Nils Bogason. Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heildarfjöldi farþega hjá flugfélaginu Icelandair var í  á þessu ári rúmlega þrjú þúsund samanborið við 419 þúsund í maí á síðasta ári. Þetta er um 99 prósent samdráttur á milli ára. Heildarframboð minnkaði um 98 prósent milli ára. Eins var 77 prósent samdráttur ár fjölda farþega hjá Air Iceland Connect á milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair.  Samdráttur var þó minni í fraktflugi.

„Það er ánægjulegt að sjá útsjónarsemi og dugnað starfsfólks þvert á fyrirtækið við að grípa þau tækifæri sem gefist hafa í þeirri stöðu sem nú ríkir í alþjóðaflugi. Við höfum tekið að okkur sérverkefni á sviði fraktflutninga- og leiguflugs, sem eru óvenjuleg og flókin í útfærslu, en allir hafa lagst á eitt að leysa. Árangurinn endurspeglast í flutningatölum maímánaðar þar sem leigu- og fraktflug dróst einungis saman um 20% á milli ára á meðan farþegaflug til og frá Íslandi og tengiflug yfir hafið voru í algjöru lágmarki,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group til tilkynningu.

Samdráttur í fraktflugi var aðeins um 20 prósent milli ára og var samdrætti í farþegaflugi mætt með aukaferðum af fraktvélum félagsins til Evrópu og Bandaríkjanna.

„Þannig hefur félagið náð að tryggja útflutning og verðmæti sjávarafurða og annarra útflutningsvara og flutt inn nauðsynjavörur til Íslands,“ segir í tilkynningu.

„Nú sjáum við fram á að markaðir séu að opnast fyrir farþegaflug á ný og við vonumst til að geta hafið daglegt flug til nokkurra lykiláfangastaða eftir 15. júní. Við erum tilbúin að bregðast hratt við um leið og ferðatakmörkunum verður aflétt og eftirspurnin tekur við sér,“ er haft eftir Boga.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir veggjalúsafaraldur á landinu – „Góða við þetta kvik­indi er að hún er svaka­lega staðbund­in“

Segir veggjalúsafaraldur á landinu – „Góða við þetta kvik­indi er að hún er svaka­lega staðbund­in“
Fréttir
Í gær

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Múslimum bannað að halda trúarhátíðir á opinberum stöðum

Múslimum bannað að halda trúarhátíðir á opinberum stöðum