fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Bein grafin upp í Hafnarfirði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 7. júní 2020 09:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um kvöldmatarleytið í gær var tilkynnt til lögreglu um hugsanlegan fund á mannabeinum við gröft í garði. Við nánari athugun er talið að um bein úr hundi sé að ræða en ekki mannabein.

Þetta kemur fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Um áttaleytið í gærkvöld var tilkynnt um mann í annarlegu ástandi að ganga í veg fyrir bíla og munda fingur að bílunum eins og hann væri að skjóta. Ekki voru frekari upplýsingar bókaðar um þetta atvik.

Þá segir einnig frá því að  á tólfta tímanum í gærkvöld var tilkynnt um hópslagsmál í hverfi 103. Um var að ræða samstarfsmenn sem vildu ekki aðstoð lögreglu. Fóru þeir hver í sína áttina, að því er segir í dagbókinni.

Einnig var tilkynnt um hópslagsmál í miðborginni, fyrir utan skemmtistað. Voru slagsmálin yfirstaðin og slagsmálahundar farnir á brott þegar lögregla kom á vettvang.

Maður í annarlegu ástandi, sem búinn var að afklæðast, öskraði á fólk í miðborginni. Ekki eru frekari upplýsingar bókaðar um þetta mál hjá lögreglu.

Nokkrar tilkynningar voru um að kveiktur hefði verið varðeldur, til dæmis í Elliðaárdal. Í einhverjum tilvikum um að ræða ungmenni að fagna próflokum. Slíkt er að sjálfsögðu bannað.

Þá voru allnokkur tilvik um akstur ökumanna undir áhrifum fíkniefna eða áfengis, sem og tilkynningar um partýhávaða í heimahúsum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út
Fréttir
Í gær

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni
Fréttir
Í gær

Margrét lengur í gæsluvarðhaldi

Margrét lengur í gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat