fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Fréttir

Unga fólkið hópast um leigu-Teslu Gunnlaugs

Sóley Guðmundsdóttir
Mánudaginn 11. maí 2020 16:00

Gunnlaugur Ingvarsson, leigubílstjóri hjá Hreyfli og formaður Frelsisflokksins, ekur um á nýrri Teslu. Mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er búinn að vera í einn og hálfan mánuð á Teslu. Þegar allt var að verða vitlaust vegna kórónuveirufaraldursins var ég að leysa bílinn út. Það fóru að renna á mig tvær grímur, ég verð að viðurkenna það,“ segir Gunnlaugur Ingvarsson, leigubílstjóri hjá Hreyfli, sem er annar af tveimur bílstjórum fyrirtækisins sem keyrir um á Teslu. Þegar vinnan minnkaði hjá leigubílstjórum ákvað Gunnlaugur að láta slag standa og skipti Skoda út fyrir Teslu. Gunnlaugur hefur áður verið áberandi í þjóðlífinu en hann er formaður Frelsisflokksins.

Gunnlaugur sér ekki eftir ákvörðuninni. Hann er mjög ánægður með bílinn og farþegarnir eru himinlifandi. „Farþegarnir eru rosalega ánægðir að keyra um í algjörlega hljóðlátum bíl. Hann er svo nýtískulegur og fólk talar oft um að þetta sé eins og að stíga um borð í geimskip.“

Bíllinn sem um ræðir er Tesla Model 3 sem er fjórhjóladrifinn rafmagnsbíll. Samkvæmt Gunnlaugi er hagkvæmt að keyra um á Teslu. „Rafmagnið er ódýrara en eldsneytið og mér sýnist rekstrarkostnaður líka vera minni. Það þarf hvorki að fara í smurningu né skipta um bremsuklossa.“ Hleðslan á bílnum dugar vaktina sem er í 10 til 12 tíma. „Áður fyrr var þetta ekki hægt vegna þess að rafmagnsbílarnir héldu ekki út vaktina. Ég get farið alveg norður á Akureyri og þess vegna hringinn. Það er verið að setja upp hraðhleðslustöðvar út um allt. Þetta er framtíðin“ segir Gunnlaugur.

Einkanúmerið TEZLA prýðir bíl Gunnlaugs. „Ég var nú eiginlega alltaf á móti einkanúmerum en svo fannst mér þetta bara svolítið smart, þetta lítur bara vel út og fólki finnst þetta smart.“ Vinsældir bílsins eru strax farnar að segja til sín. „Um helgina hópaðist unga fólkið um Tesluna og vildi bara koma inn þó svo að bíllinn minn væri fjórði eða fimmti í leigubílaröðinni.“ Hafi fólk áhuga á að fá far með Teslu er hægt að hringja í Hreyfil og biðja sérstaklega um Teslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Írska lögreglan styðst við sýnir miðla í leitinni að Jóni Þresti

Írska lögreglan styðst við sýnir miðla í leitinni að Jóni Þresti
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum
Fréttir
Í gær

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“
Fréttir
Í gær

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést
Fréttir
Í gær

Angjelin Sterkaj gifti sig í Grundarfjarðarkirkju – Afplánar dóm fyrir morðið í Rauðagerði

Angjelin Sterkaj gifti sig í Grundarfjarðarkirkju – Afplánar dóm fyrir morðið í Rauðagerði
Fréttir
Í gær

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskylduhjálp Íslands fékk ekki styrk í ár því samtökin sóttu ekki um hann

Fjölskylduhjálp Íslands fékk ekki styrk í ár því samtökin sóttu ekki um hann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum