Heimsfaraldur COVID-19 hefur leikið ferðaþjónustuna á Íslandi grátt. Á undanförnum tveimur vikum hefur Ferðamálastofa fellt úr gildi fimm ferðaskrifstofuleyfi þar sem ferðaskrifstofurekstri fyrirtækja hefur verið hætt.
Fyrirtækin eru: IceLine Travel ehf., Benjamin Hardman Studio ehf., Iceland Up Close, E-níu flutningar eða GTI Gateway og Saga Travel ehf.
Öll fyrirtækin voru tryggingaskyld vegna sölu pakkaferða og samantengdrar ferðatilhögunar og viðskiptavinum ofangreindra fyrirtækja er bent á að lýsa kröfum í tryggingarfé sem fyrst, eða helst fyrir lok júní. Slíkt er hægt að gera rafrænt í gegnum þjónustugátt á vefsíðu Ferðamálastofu.
Önnur fyrirtæki sem hafa skilað inn leyfum sínum undanfarna mánuði eru :Topphestar ehf, Westfjord Experiences, Keflanding ehf, ProTours ehf, Iceblue ehf. og Farvel ehf.