fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Fréttir

Hvar eiga óhreinu börnin hennar Evu að vera? spyr afbrotafræðingur

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 8. maí 2020 18:00

Mynd: Vilhelm Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Almennt á að gefa mönnum nýtt tækifæri eftir afplánun dóma,” segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. „Eðli brotanna og mannanna sjálfra hefur þó alltaf einhver áhrif á hvað þeir geta tekið sér fyrir hendur. Mat á því hverju sinni liggur hjá þeim sem ráða í störf og borgurunum sjálfum. Útskúfun er ekki farsæl,” segir Helgi. 

Metinn hæfastur til að sjá um reksturinn

DV greindi frá því í dag að Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins, hafi verið metinn hæfastur umsækjenda af sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps um stöðu rekstraraðila tjaldsvæðis á Borg í Grímsnesi. Sveitastjóri neitaði að svara því til hvað Guðmundur hefði haft framyfir aðra umsækjendur með orðunum: „Það skiptir bara engu máli, þetta var niðurstaða sveitarfélagsins.“ 

Í auglýsingu nú í febrúar var m.a. tekið fram að rekstraraðilinn þyrfti að hafa reynslu af rekstri, vera reglusamur og vera í skilum með opinber gjöld. Guðmundur var þá endurráðinn en hann tók upphaflega við stöðunni árið 2017. Byrgismálið svokallaða vakti mikla athygli á sínum tíma og var Guðmundur dæmdur fyrir kynferðisbrot. Hann var þá ennfremur dæmdur fyrir fjárdrátt, skattalaga- og bókhaldsbrot. 

Guðmundur Jónsson fyrrum forstöðumaður Birgisins

Þurfa tækifæri til að snúa aftur í samfélagið

Helgi getur ekki tjáð sig um þetta einstaka mál en segir mikla hættu á því fyrir marga brotamenn að þeir fái ekki tækifæri til að verða nýtir borgarar þegar þeir snúa til baka úr fangelsi í samfélagið. „Því miður,” segir Helgi og spyr: „Hvar eiga óhreinu börnin hennar Evu að vera? Og hvar lifa og starfa og vera nýtir borgarar án þess að vera byrði á skattborgurunum?” Þá segir hann fjölmörg dæmi um einstaklinga sem hafa snúið aftur út í samfélagið sem nýtir borgarar eftir langa fangelsisvist fyrir jafnvel alvarleg brot. „Að því eigum við hiklaust að stefna,” segir hann. 

Í samtali við DV sem kom út í dag segir Guðmundur að bakgrunnur hans fæli fólk alls ekki frá tjaldsvæðinu. „Yfirleitt er þetta fólk sem hingað kemur í eldri kantinum. Ekki ungar stúlkur sem þyrftu að óttast það að ég myndi ráðast á þær. Enda nauðgaði ég engum konum.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið í dag – 19 gráður og heiðskírt í Reykjavík en það er bara byrjunin

Svona verður veðrið í dag – 19 gráður og heiðskírt í Reykjavík en það er bara byrjunin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona réðst á pizzasendil og stal af honum símanum

Kona réðst á pizzasendil og stal af honum símanum