fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Fréttir

Finnur Oddsson verður forstjóri Haga

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 7. maí 2020 20:51

Mynd: Fréttablaðið/Vilhelm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Haga hf. hefur ráðið Finn Oddsson sem forstjóra félagsins og mun hann hefja störf hjá félaginu í sumar. Þetta kemur fram í tilkynningu Haga til Kauphallarinnar.

Finnur hefur fjölbreytta reynslu af rekstri og stjórnunarstörfum í íslensku atvinnulífi en síðustu 7 ár gegndi hann hlutverki forstjóra hjá upplýsingatæknifyrirtækinu Origo hf., sem einnig er skráð í Nasdag Iceland – Kauphöllina.

Finnur lauk doktorsprófi í atferlisfræði frá West Virginia University árið 2000 og AMP frá IESE í Barcelona.

Erna Gísladóttir, stjórnarformaður Haga segir um ráðningu Finns:

„Um allan heim erum við að upplifa nýja tíma í verslun þar sem samfélagslegir þættir og tækniframfarir krefjast frumkvæðis og nýrrar nálgunar í verslun og viðskiptum. Við erum sérlega ánægð að hafa fengið Finn Oddsson til liðs við öflugt teymi hjá Högum og teljum að reynsla hans af stefnumótun og rekstri í tæknigeiranum s.l. ár muni nýtast félaginu vel á þeim áhugaverðu tímum sem framundan eru. Við bjóðum Finn hjartanlega velkomin í Haga fjölskylduna.“

Finnur þakkar stjórn Haga traustið og segir um þessi tímamót:

„Það er tvennt sem sérstaklega mótar umhverfi smásölu á okkar tímum, annarsvegar hraðar breytingar á hegðun neytenda og hinsvegar tækni.  Hvoru tveggja eru sérstök áhugasvið hjá mér. Það eru þvi forréttindi að fá, í samstarfi við framúrskarandi hóp starfsfólks hjá Högum, að móta starfsemi og framtíð þessa sögufræga forystufyrirtækis i smásölu á Íslandi. Staða Haga er einstaklega góð og það eru spennandi tækifæri framundan. Ég þakka stjórn Haga traustið sem mér er sýnt og hlakka til.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið í dag – 19 gráður og heiðskírt í Reykjavík en það er bara byrjunin

Svona verður veðrið í dag – 19 gráður og heiðskírt í Reykjavík en það er bara byrjunin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona réðst á pizzasendil og stal af honum símanum

Kona réðst á pizzasendil og stal af honum símanum