fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Fréttir

Sverrir er með 37.000 krónur á mánuði – „Þetta er hörmuleg staða“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 6. maí 2020 17:51

Sverrir Herbertsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er raunveruleikinn,“ segir Sverrir Herbertsson, sem rekur ásamt eiginkonu sinni, Helgu Björg Bragadóttur,  Gisti- og veitingahúsið Flúðum. Fyrirtækið er með um sex ársverk og eftir því sem Sverrir segir duga aðgerðapakkar ríkisstjórnarinnar lítið svo litlum fyrirtækjum.

Í sendibréfi sem Sverrir hefur sent á marga aðila innan ferðaþjónustunnar segir hann að þeir sem reka lítil fjölskyldufyrirtæki í ferðaþjónustu séu mjög undrandi á „…aðgerðatöfum. Það sem í boði er snýst um lán sem ekkert bólar á. Mér fyndist að sú fyrirgreiðsla sem sumir fengu í formi styrks að upphæð 800.000 á starfsmann ætti auðvitað að ná til okkar líka.“

Vinnumálastofnun miðar við laun þriggja síðustu mánaða þegar kemur að atvinnuleysisbótum og þar lendir Sverrir illa í því á þessum tíma þegar tekjur fyrirtækis hans hafa þurrkast út:

„Ég er 63 ára gamall og farinn að draga úr vinnu við mitt fyrirtæki sem ég rek með minni konu og tveimur starfsmönnum. Ég var kominn í 25% starf frá því í okt. á síðasta ári. Nú miðar Vinnumálastofnun við laun síðustu þriggja mánaða og laun þaðan útborguð eru 37.000 á mánuði. Tekjur fyrirtækisins eru 0.“

Sverrir útskýrir þetta frekar í viðtali við DV:

„Þetta er staðan hjá litlum fyrirtækjum í ferðaþjónustu þar sem tekjur eru engar. Algengt er að eigendur lækki launahlutfall sitt yfir veikustu mán ársins, des-mars. Það eru nú þeir mánuðir sem Vinnumálastofnun miðar við þegar hún reiknar út okkar laun. Þannig er þessi útborgaða tala til komin við útreikning á atvinnuleysisbótum til mín, 37.000, og það eru mínar tekjur nú. Og hver veit hve lengi? Þetta er hörmuleg staða.“

Sverrir Herbertsson og Helga Björg Bragadóttir

Var með hátt í 90% nýtingu

„Frá því 15. mars þegar ballið byrjaði og afbókanir hófust þá hefur ekki komið einn gestur til mín. Það er allt afbókað. Maí er að tæmast og júní og júlí eru orðnir hálfdrættingar. Ágústmánuður heldur sér ennþá,“ segir Sverrir en hann gerir ráð fyrir því að allt verði afbókað. „Við vitum auðvitað ekki hvað verður en í mínum plönum geri ég ráð fyrir því að júní og júlí verði að fullu afbókaðir.“

Sverrir segist gera sér grein fyrir því að ferðir erlendra ferðamanna hingað til lands standi ekki og falli með ákvörðunum íslenskra yfirvalda. „Það þarf að koma til glóbal ákvörðun, eða í það minnsta samevrópsk ákvörðun.“

Gisti- og veitingahúsið Flúðum er með 16 herbergi og veitingasalurinn tekur 50 í sæti. Erlendi ferðamannastraumurinn sá til þess allt fram að kórónuveirufaraldrinum að bókanir á ársgrundvelli voru mjög góðar, nýtingin hátt í 90%, þar sem nokkrar sveiflur voru yfir veturinn og fullbókað út sumarið. Þetta er allt horfið núna. Fyrirgreiðsla opinberra aðila er takmörkuð fyrir svo lítið fyrirtæki og byggir mestöll á því að vandanum er frestað:

„Ég hef fengið í gegn tilfærslu á lánum um sex mánuði. Ég hef fengið frestanir hjá einstaka opinberum aðilum, virðisaukaskattinn þurfum við að borga en staðgreiðsluskattar frestast í þrjá mánuði. Þá hafa þeir hjá Hitaveitu Flúða verið þægir við okkur og fært sitt um sex mánuði. En svo kemur þetta auðvitað allt saman aftur,“ segir Sverrir sem kallar eftir sterkari stuðningi yfirvalda við smáfyrirtæki í ferðaþjónustu:

„Við þessir litlu, um 1500-2000 smáfyrirtæki, erum engan veginn starfhæf, getum ekki borgað fastan kostnað, hvað þá eitthvað ofan á þessar 37.000 krónur frá Vinnumálastofnun.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona verður veðrið í dag – 19 gráður og heiðskírt í Reykjavík en það er bara byrjunin

Svona verður veðrið í dag – 19 gráður og heiðskírt í Reykjavík en það er bara byrjunin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona réðst á pizzasendil og stal af honum símanum

Kona réðst á pizzasendil og stal af honum símanum