fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Fréttir

Móðir sögð hafa gengið berserksgang hjá barnavernd og birt myndir af börnum starfsmanna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 6. maí 2020 20:02

Landsréttur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hafnaði í gær kröfu móður um að úrskurður barnaverndar þess efnis að sonur hennar skyldi vistaður utan heimilis í tvo mánuði yrði ógiltur. Var um að ræða staðfestinu á samhljóða dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 6. apríl síðastliðnum.

Fram kemur í dómi héraðsdóms að málið á sér langa forsögu. Yfir 40 tilkynningar vegna sonar konunnar bárust barnavernd, sú fyrsta er hann var sex mánaða gamall, en drengurinn er núna á unglingsaldri. Þann 4. febrúar síðastliðinn úrskurðaði barnavernd Reykjavíkur að drengurinn skyldi vistaður utan heimilis í tvo mánuði og höfðaði móðirin mál vegna þess úrskurðar.

Í dómi héraðsdóms segir að tilkynningar vegna drengsins varði vanrækslu, ofbeldi á heimili og áhættuhegðunar. Móðirin sögð hafa ítrekað misst stjórn á skapi sínu á fundum með starfsmönnum barnaverndar, öskrað og brotið allt og bramlað á starfsstöð barnaverndar. Lögregla var einu sinni kölluð á svæðið og handtók hana.

Barnavernd fullyrðir ennfremur fyrir dómi að móðirin hafi ógnað starfsmönnum barnaverndar og birt trúnaðarupplýsingar um son sinn opinberlega. Hún hafi gert starfsmenn barnaverndar að umtalsefni í færslum og myndböndum á netinu, haft í hótunum, birt af þeim myndir og jafnvel gengið svo langt að birta myndir af börnum þeirra. Þá hafi hún birt myndir og myndbönd af syni sínum í tengslum við meðferð máls hans og hafi þetta valdið honum vanlíðan. Í einu tilviki hafi móðirin birt mynd af syninum sem hafi komið honum í sýnilegt uppnám. Í bréfi sem móðirin fékk frá opinberum aðila þann 20. mars segir að „birting sóknaraðila sé gróft brot gegn réttindum drengsins enda sé birtingin ekki með hans leyfi og geti haft verulega slæm áhrif á drenginn og valdið skaða sem erfitt kann að vera að bæta.“

Sonur konunnar er sagður vera í grunninn flottur unglingsstrákur sem sé virkur í íþróttum en hafi einnig glímt við ýmis vandamál sem ekki hafi verið meðhöndluð með fullnægjandi hætti af fagaðilum.

Var tekinn fyrirvaralaust úr skóla

Í niðurstöðu héraðsdóms er fullyrt að drengurinn hafi horfið fyrirvaralaust úr skóla vorið 2018 án þess að móðirin gerði neina grein fyrir fjarveru hans, en hann birtist síðan aftur á skólalóðinni í desember sama ár, hafði hann dvalist erlendis með móður sinni. Árið 2019 tilkynnti móðirin síðan að drengurinn væri hættur í skóla og fór með hann úr landi. Mætti hann síðan í skólann aftur í maí 2019 og mætti eftir það eftir hentugleika. Hafi nám hans verið mjög takmarkað og móðirin ekki samstarfsfús.

Í málsrökum sínum fullyrti móðirin að barnavernd hefði staðið fyrir því að lögregla réðst með valdi inn á heimili hennar í febrúar á þessu ári og fjarlægði börn hennar nauðug af heimilinu, þar á meðal soninn sem hér er umfjöllunarefni. Hafi lögreglumenn haldið móðurinni niðri og börnin þurft að horfa upp á hana í þeim aðstæðum. „Þau hafi upplifað sig varnarlaus og hrædd í þessum aðgerðum lögreglu. Engin ástæða hafi verið til svo harkalegra aðgerða þegar engin óregla hafi verið til staðar á heimilinu og börnin ekki í bráðri hættu af því að vera á heimili sóknaraðila,“ segir í texta dómsins um þetta.

Sem fyrr segir var kröfum móðurinn hafnað bæði fyrir héraðsdómi og Landsrétti og úrskurður barnaverndar frá 11. febrúar 2020,  um vistun drengsins utan heimilis, staðfestur. Málskostnaður var felldur niður og gjafsóknarkostnaður móðurinnar greiddur úr ríkissjóði.

 

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona verður veðrið í dag – 19 gráður og heiðskírt í Reykjavík en það er bara byrjunin

Svona verður veðrið í dag – 19 gráður og heiðskírt í Reykjavík en það er bara byrjunin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona réðst á pizzasendil og stal af honum símanum

Kona réðst á pizzasendil og stal af honum símanum