fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Ríkey varð kjaftstopp í Krambúðinni þegar þetta gerðist – „Við viljum alls ekki stofna neinum í hættu“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 27. mars 2020 12:09

Krambúðin Innri Njarðvík - Mynd: krambudin.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkey Rán Hallvarðsdóttir vinnur við afgreiðslu í Krambúðinni í innri Njarðvík. Eftir erfiða vakt í vinnunni í gær sat Ríkey í bílnum sínum og hugsaði um setningu sem viðskiptavinur sagði við hana á vaktinni.

„Fyrir svona klukku­tíma kom kona að af­greiðslu­borðinu og sagði: „Eigðu gott kvöld og takk fyrir að vinna!“ Ég vissi ekki hvað ég átti að segja þar sem ég hef ekki heyrt þetta sagt við mig í lengri tíma. Svo ég sagði ekkert, ég bara brosti og kinkaði kolli. Ég var orð­laus yfir þessari ein­földu setningu. Hún yljaði mér um hjarta­rætur,“ skrifaði Rík­ey en hún birti færsluna í Facebook-hópnum Góða systir. Fréttablaðið fjallaði um málið í dag.

„Þetta at­vik gerði mig al­gjör­lega kjaft­stopp. Við fáum auð­vitað hrós frá fólki en hún þakkaði mér fyrir að vinna vinnuna mína sem mér hefur alltaf fundist sjálf­sagður hlutur. Það er svo gott að fá stað­festingu á því að maður sé að gera gott og að fólki þyki þjónustan góð. Við erum til staðar fyrir fólkið og við viljum að sjálf­sögðu að fólk fái góða þjónustu og líði vel þegar þau koma til okkar. Þannig að við gerum það sem við getum til þess að fólk finni fyrir öryggi á þessum erfiðu tímum“

„Við viljum alls ekki stofna neinum í hættu“

„Við erum að gera okkar allra, allra besta en það gerði mitt kvöld svo miklu betra að fá að heyra ein­hvern segja þetta við mig,“ segir Ríkey en henni finnst mikilvægt að fólk hrósi hvort öðru þegar ástandið er svona.

Þegar blaðamaður Fréttablaðsins spurði hvort henni líði öðruvísi í vinnunni en áður sagði Ríkey að sú er ekki raunin. Þó er hún vissulega meira meðvituð um hreinlæti og annað fólk. „Við viljum alls ekki stofna neinum í hættu en vinnan breytist lítið. Það er meira álag að sjálf­sögðu en það er allt í lagi. Við gerum okkar besta við að gera gott úr hlutunum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi