Föstudagur 24.janúar 2020
Fréttir

Benedikt segir stalínisma aldrei verið sterkari á Íslandi: „Bara hugmyndafræðileg morð“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. september 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Lafleur Sigurðsson, sundkappi og formaður Lýðræðisflokksins, segir að stalínískur hugsunarháttur hafi aldrei haft meiri hljómgrunn meðal Íslendinga og nú. Í aðsendri grein í Morgunblaðinu virðist hann jafnvel óttast aftökur og hreinsanir hér á landi. Samkvæmt honum felst stalínismi nútímans fyrst og fremst í pólitískum rétttrúnaði og opinberri smánun á samfélagsmiðlum. Benedikt stofnaði flokkinn í sumar og samkvæmt frétt RÚV er helsta markmið flokksins að fjölga þjóðaratkvæðagreiðslum.

Benedikt Lafleur Sigurðsson.

„Á dauða mínum átti ég fremur von en að stalínískir taktar ættu eftir að slá mig út af laginu mitt í amstri pólitískra afskipta sem ekki sér fyrir endann á. Þegar heilbrigð skoðanaskipti um meiriháttar mál eru farin að falla í skugga stórkostlegrar en ósýnilegrar ritstýringar hlýtur maður að velta fyrir sér á hvaða vegferð lýðræðið á Íslandi sé. Þegar menn geta ekki varið lengur skoðanir sínar, tjáð sig óttalaust eða ljáð nafn sitt við ákveðna umræðu eða hugmyndir af hræðslu við að missa vinnuna eða jafnvel verða útlægir gerðir úr samfélagi manna veltir maður því fyrir sér á hvaða tímum maður lifir, í hvaða heimshluta maður býr og jafnvel hvort maður sé orðinn veruleikafirrtur í sögulegu samhengi,“ skrifar Benedikt.

Kristinn fórnarlamb stalínisma?

Benedikt segir Íslendina í hugmyndafræðilegri prísund. „Á sama tíma og frelsi fer vaxandi á flestum sviðum þjóðfélagsins og Ísland skipar sér á borð með þróuðustu ríkjum heims í þeim skilningi, til að mynda í kynja- og kynferðismálum, en einnig á ýmsum öðrum sviðum, er sérstaklega sláandi að upplifa jafn ríka hugmyndafræðilega prísund íslenskra þjóðfélagsþegna, stundum þjóðþekktra einstaklinga, sem ekki vilja koma fram undir nafni og verða vitni að útskúfun hugmynda og allsherjar jafnvel viðurkenndrar þó háleynilegrar skoðanaþöggunar sem barin er fram með sleggju einhvers konar pólitísks rétttrúnaðar,“ segir Benedikt.

Sjá einnig: Lektor við HR segir konur eyðileggja vinnustaði karla: „Konur reyna alltaf að troða sér þar sem karlmenn vinna“

Hann setur þetta svo í samhengi við brotrekstur Kristinn Sigurjónsson, fyrrverandi lektor við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, en hann sagði líkt og frægt er orðið konur eyðileggja vinnustaði karla. „Tökum nokkur dæmi. Þó að mikill meirihluti Íslendinga virðist til að mynda hafa verið andsnúinn því að innleiða þriðja orkupakkann og þær reglur EES sem honum fylgir fyrir íslenskt samfélag er oft og tíðum feimnismál að tala um slíkt opinberlega og sumir einstaklingar fara beinlínis í felur þegar þessi mál eru rædd í hreinskilni og vilja alls ekki ljá nafn sitt við hana vegna viðkvæmrar stöðu í atvinnulífinu. Og ef á öðrum stað einhver hefur hugrekki til að tjá sig með írónískum hætti um jafnrétti kynjanna eða vandamál í samskiptum kynjanna og missa vinnuna fyrir vikið, veltir maður því fyrir sér hvort einhver ósýnilegur pólitískur veruleiki, sem kalla má rétttrúnað, hafi hreiðrað um sig í íslensku samfélagi og kannski víðar í skjóli stalínísks misskilnings eða dularfullrar sögufölsunar ringlaðra örlaga sem hafa tekið feil á nútímanum og einræðistilburðum fjöldamorðingjans,“ segir Benedikt.

Hugmyndafræðileg morð

Því næst virðist Benedikt ýja að því að ekki sé langt í aftökur á Íslandi. „Ekki að það fari fram skipulagðar aftökur á Íslandi í anda Stalíns? Nei, ekki í dag hið minnsta. Það getur ekki staðist. Ekki í jarðneskum skilningi. Bara hugmyndafræðileg morð, andlegar árásir gagnvart heiðvirðu fólki sem dreymir um að fá að tjá sig frjálst og óþvingað án þess að eiga það yfir höfði sér að missa framfærsluna og fá á sig vafasaman stimpil ævilangt hvað þá hafsjó af miskunnarlausum yfirlýsingum úr kommentakerfum samfélagsmiðlanna,“ segir Benedikt.

Hann spyr hvernig þetta geti gerst í lýðræðisríki. „Hvernig fær það þjóðfélag sem er kennt við lýðræði og réttlæti staðið undir nafni á sama tíma og það vanrækir þá frumskyldu sína að hlúa að grundvallarmannréttindum eins og tjáningarfrelsi? Hvernig fær það staðið undir nafni hins frjálsa samfélags, samfélags þar sem meirihluti íbúa og allra kjósenda eiga alla jafna að geta skipst á skoðunum hindrunarlaust, mótmælt á torgum úti þegar svo ber undir og notið sjálfsagðs aðgengis á kjörstað í krafti stefnuyfirlýsinga forystumanna þjóðarinnar, ef hægt er að eiga von á því á hverri stundu að hinir síðastnefndu taki óvænt hugmyndafræðilega u-beygju á ögurstundu. Og beiti þar að auki flokksfélaga sína og samlanda pólitískum þrýstingi í því skyni að keyra sín mál í gegn andstætt meirihlutavilja þjóðarinnar. Jafn stalínísk vinnubrögð í jafn þrúguðu andrúmslofti hljóta að dæma sig sjálf á endanum og geta ekki stuðlað að varanlegri farsæld fyrir þjóðina,“ segir Benedikt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sigursteinn Másson með nýja þætti af Sönnum íslenskum sakamálum – Glímir meðal annars við málið um leigubílstjórann sem var myrtur

Sigursteinn Másson með nýja þætti af Sönnum íslenskum sakamálum – Glímir meðal annars við málið um leigubílstjórann sem var myrtur
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Reynir og Vilhjálmur tókust á í réttarsalnum – „Þetta er orðið dálítið persónulegt hjá ykkur,“ sagði dómarinn

Reynir og Vilhjálmur tókust á í réttarsalnum – „Þetta er orðið dálítið persónulegt hjá ykkur,“ sagði dómarinn
Fréttir
Í gær

Fékk 460 milljónir fyrir blokkaríbúð í miðborginni

Fékk 460 milljónir fyrir blokkaríbúð í miðborginni
Fréttir
Í gær

Niðurdrepandi frammistaða gegn Svíum

Niðurdrepandi frammistaða gegn Svíum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglumaður ákærður fyrir ofbeldi gegn manni á sjötugsaldri

Lögreglumaður ákærður fyrir ofbeldi gegn manni á sjötugsaldri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hryllileg árás í Kópavogi – Sagður hafa barið mann með skóflu í andlitið fyrir utan heimili sitt

Hryllileg árás í Kópavogi – Sagður hafa barið mann með skóflu í andlitið fyrir utan heimili sitt