fbpx
Miðvikudagur 23.október 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Elísabet búin að fá nóg og íhugar að flytja: „Finnst ykkur þetta í lagi?“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. september 2019 09:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur ætlar að leita sér að öðru húsnæði eftir að hafa talað fyrir daufum eyrum yfirvalda vegna gatnamóta Hringbrautar og Framnesvegar.

Elísabet varð vitni að hörðum árekstri á gatnamótunum um kvöldmatarleytið á laugardag.

„Ég ætla ekki að lýsa honum, ég ætla ekki að lýsa lélegri hönnun umferðarljósanna, ég hef gert það oft, (en löggan tók undir þessa lélegu hönnun þegar hún kom) það var mildi að enginn slasaðist, það munaði hársbreidd að annar bílanna keyrði inní hús!! Það var mildi að enginn gangandi vegfarandi hreinlega var á gangstéttinni þegar annar bílanna þeyttist uppá gangstétt, það hefði ekki verið mikið eftir af þeim gangandi vegfaranda, þetta er loforð,“ segir Elísabet í færslu á Facebook-síðu sinni.

Elísabet bætir svo við og leggur áherslu á að þessi gatnamót séu hjá Vesturbæjarskóla.

„Krakkarnir geta ekki notað neina takka, bílarnir fara yfir á rauðu, nú er ég að hugsa um að flytja, á sama andartaki og þetta gerðist kom sonur minn akandi með tvö kornung börn í bílnum,“ segir Elísabet sem spyr síðan foreldra í Vesturbæjarskóla, skólayfirvöld í skólanum og Reykjavíkurborg:

„Finnst ykkur þetta í lagi? Þið eruð líka búin að fá viðbyggingu sem kostar helmingi meiri umferð.
En jæja ég nenni þessu ekki lengur, þið getið átt við þetta vandamál, ég hef skrifað og kvartað árum saman, nú fer ég að leita mér að öðru húsnæði!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Stöðvaður með kannabis á Keflavíkurflugvelli: Var á leiðinni úr landi

Stöðvaður með kannabis á Keflavíkurflugvelli: Var á leiðinni úr landi
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ráðist á Íslendinga í Brighton – „Þetta var viðurstyggileg árás“

Ráðist á Íslendinga í Brighton – „Þetta var viðurstyggileg árás“
Fréttir
Í gær

Erlingi brugðið: Sakar samkeppnisaðila um klækjabrögð – Búnaður rifinn niður og þræðir slitnir í sundur

Erlingi brugðið: Sakar samkeppnisaðila um klækjabrögð – Búnaður rifinn niður og þræðir slitnir í sundur
Fréttir
Í gær

Atli Rafn freistar þess að fá að vita hverjar sökuðu hann um kynferðislega áreitni

Atli Rafn freistar þess að fá að vita hverjar sökuðu hann um kynferðislega áreitni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur B. borgarstjóri minnist Jónu Halldóru – „Engilinn á hjólinu“

Dagur B. borgarstjóri minnist Jónu Halldóru – „Engilinn á hjólinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nef- og höfuðkúpubrotinn eftir reiðhjólaslys

Nef- og höfuðkúpubrotinn eftir reiðhjólaslys