Föstudagur 13.desember 2019
Fréttir

Vilhjálmur hoppandi illur út í Landsbankann: „Greiða 483 þúsund meira í vaxtakostnað á ári“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. september 2019 09:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er algjörlega óþolandi og ólíðandi að Landsbankinn sem er í eigu íslensku þjóðarinnar skuli ekki taka þátt í því nema að litlu leyti að skila þeirri miklu vaxtalækkun sem er að eiga sér stað á Íslandi,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og 1. varaforseti ASÍ.

Vilhjálmur hefur lengi gagnrýnt þá háu vexti sem eru á Íslandi. Hann bendir á það að vextir Seðlabankans hafi lækkað um 1 prósent eftir að lífskjarasamningarnir voru undirritaðir og þá hafi skuldabréfaflokkur Íbúðalánasjóðs, HFF150434, lækkað umtalsvert.

Vilhjálmur vísar í umfjöllun Kjarnans um húsnæðislánavexti á Íslandi, en í samantektinni kemur fram að lægstu húsnæðislánavextir hafi lækkað talsvert að undanförnu. Þrátt fyrir það eru vextir Landsbankans tvisvar sinnum hærri en hjá Almenna lífeyrissjóðnum.

„Almenni líf­eyr­is­sjóð­ur­inn hefur lækkað verð­tryggða breyti­lega vexti sína aft­ur, úr 1,77 pró­sent í 1,64 pró­sent. Á sama tíma eru verðtryggðir breytilegir vextir hjá Landsbankanum 3,25% miðað við 70% veðsetningu,“ segir Vilhjálmur sem veltir fyrir sér hvað þessi vaxtamunur á milli Almenna lífeyrissjóðsins og Landsbankans þýði fyrir 30 milljóna króna húsnæðislán.

„Af 30 milljóna húsnæðisláni greiða viðskiptavinir Landsbankans 81.250 þúsund krónur í vexti á mánuði eða 975 þúsund á ári. Sjóðsfélagar Almenna lífeyrissjóðsins greiða hinsvegar 41 þúsund á mánuði eða sem nemur 492 þúsund á ári. Þetta þýðir að viðskipta“vinir“ Landsbankans greiða 483 þúsund meira í vaxtakostnað af þessum lánum á ári, en sjóðsfélögum í Almenna lífeyrissjóðnum standa til boða eða sem nemur 40.250 krónum í hverjum einasta mánuði!“ segir Vilhjálmur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Íslenskar mæður vara við Böðvari: „Í dag lækaði hann óvart mynd af dóttur minni“

Íslenskar mæður vara við Böðvari: „Í dag lækaði hann óvart mynd af dóttur minni“
Fréttir
Í gær

Grjót fauk á land á Ólafsfirði | Myndir

Grjót fauk á land á Ólafsfirði | Myndir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Systir hennar pyntuð grimmilega í Sádi-Arabíu fyrir að aka bíl

Systir hennar pyntuð grimmilega í Sádi-Arabíu fyrir að aka bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óveðrið veldur usla í Vesturbænum: Þakplötur fjúka og rúður brotna

Óveðrið veldur usla í Vesturbænum: Þakplötur fjúka og rúður brotna