Föstudagur 28.febrúar 2020
Fréttir

Margrét reið eftir að vagnstjóri rak dóttur hennar út úr strætó – „GET THE FUCK OUT!“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 11. september 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sextán ára gömul stúlka steig kl. 17 í dag upp í strætisvagn nr. 6 fyrir utan Borgarholtsskóla og ætlaði heim með honum. Vagnstjórinn henti henni hins vegar út úr vagninum við Langarima. Stúlkan lenti í erfiðleikum með að borga með appinu sínu þar sem nettenging virkaði illa og síminn hennar var í ofanálag að verða hleðslulaus. Vagnstjórinn sýndi enga miskunn og leyfði ekki einu sinni annarri stúlku að borga fargjaldið fyrir stúlkuna.

Sé sem hér átti í hlut er dóttir Margrétar Friðriksdóttur, stjórnanda Stjórnmálaspjallsins á Facebook. Margréti var afar miðsboðið vegna þessa. Hún lýsir atvikinu svo í pistli:

Ég þarf að vekja athygli á óforkastanlegum vinnubrögðum Strætó bs.

„En þannig er mál með vexti að 16 ára stelpan mín var að koma út skólanum sínum kl. 17 og hefur borgað með strætó appinu.
Þegar hún kom inní strætó vildi svo til að wifi vrikaði ekki hjá henni og hún að verða betterýslaus.
Hún reynir að borga en virkar ekki, og tjáir strætóbílstjóranum þetta, hann er ekki íslenskumælandi og svarar á ensku, I don´t care og opnar hurðina og segir henni að koma sér út.

Við það fer hún í algert panik og fer að gráta því þetta var eitthvað sem hún ætlaði sér alls ekki og hefur alltaf borgað í strætó samviskusamlega, hún grátbiður hann um að leyfa sér að halda áfram, hann neitar aftur og kemur þá góðhjörtuð stelpa sem stödd var í vagninum henni til hjálpar og býðst til að borga fyrir hana, stelpan mín þáði það innillega þakklát, þrátt fyrir þetta að þessi góðhjartaða stúlka væri búin að borga þá segir, þessi maður I don´t care, og öskrar á hana get the FUCK OUT! og hún neyðist til að fara úr vagninum og hin stelpan einnig gráti nær við það og skildi ekki hvað þessum manni gekk til.

Stelpan mín náði sem betur fer að starta símanum sínum aftur og náði að hringja í mig hágrátandi og vissi ekki hvar hún væri stödd en svo fann hún skilti með nafni á götunni á náði að segja mér og svo dó síminn aftur, en það náðist semsagt á síðustu stundu að vita hvar hún væri svo hægt var að sækja hana en það tók tíma því þetta var á háannartíma og á meðan beið hún úti í kuldanum greyið í hálfgerðu taugaáfalli yfir framkomu mannsins.

Þessi vinnubrögð fordæmi ég harkalega því það hefði getað farið mun verr og það er augljóst að þetta var ekki viljandi hjá stúlkunni og önnur stúlka borgað svo fyrir hana í ofanálag.
Ég mun hafa samband á morgun við forstjóra Strætó og borgarfulltrúa Reykjavíkurborgar og fara fram á að þessum manni verði í það minnsta gefin áminning og sendur á námskeið þar sem hann lærir mannleg samskipti eða í það minnsta kurteisi, en ég tel hann að sjálfsögðu ekki starfi sínu vaxin svo mikið er víst.

Því miður heyrir maður allt of oft af svona sögum um vanhæft starfsólk og vinnubrögð að hálfu Strætó bs. og við borgarbúar eigum ekki að sætta okkur við slíkan ófögnuð og ókurteysi.
Svo talar Borgin fyrir Borgarlínu, halda borgarfulltrúar að svona vinnubrögð starfsmanna Strætó bs. séu til þess fallinn að auka áhugann eða vinsældir á Strætó?
Það held ég ekki og það þarf greinilega verulega að taka til hjá þessu apparati ef fólk á að bera traust til þess og nota yfir höfuð.

Megi Strætó bs. og þessi umræddi bílstóri skammast sín fyrir þessi óforkastanlegu vinnubrögð gagnvart unglingstúlku og sem engum er bjóðandi.

Besta leiðin á engan veginn við“

Guðmundur Heiðar: „Fyrir neðan allar hellur

DV hafði samband við Guðmund Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúa Strætó, vegna málsins. Sagði hann að framkoma vagnstjórans væri ekki í samræmi við vinnureglur Strætó og minnti á að hér væri um þjónustustarf að ræða. Guðmundur sagði:

„Við tölum ávallt fyrir því að sýna farþegum sveigjanleika þegar kemur að tækniörðugleikum í appinu, eins og hún lýsir í þessari færslu. Og það á sérstaklega við um börn.“

Guðmundur segir að vagnstjórinn hafi hvorki sýnt kurteisi né sveigjanleika eins og honum beri að gera. Segir Guðmundur að haft verði samband við umræddan vagnstjóra vegna málsins. Guðmundur fékk einnig símanúmer Margrétar vegna málsins og hringdi í hana í kvöld. Hann segir enn fremur:

„Finnst fyrir neðan allar hellur þegar menn gera mál út af 235 kr. Við viljum frekar þjónusta og hjálpa til.“

Kvartanir vegna erlendra vagnstjóra

DV hefur flutt nokkuð margar fréttir af óviðunandi hegðun vagnstjóra og í öllum tilvikum er um að ræða erlenda vagnstjóra. DV hefur þó enga tölfræði um kvartanahlutfall vegna erlendra vagnstjóra og vill ekkert fullyrða í þeim efnum. Hins vegar má leiða líkur að því að samskiptavandamál komi frekar upp ef viðkomandi talar ekki íslensku. Fyrrverandi vagnstjóri hjá  Strætó, sem er hættur störfum, heldur því fram í spjalli á Facebook-vegg Margrétar að Strætó ráði frekar erlenda vagnstjóra. Nokkrir innlendir vagnstjórar hafi nýlega hætt störfum, hann meðal þeirra. Segist hann hafa hætt vegna sífelldra skerðinga á pásum. Meðal þeirra sem hættu um svipað leyti voru fjórir aðrir fastráðnir vagnstjórar og tveir sumarstarfsmenn sem fengu ekki fastráðningu þrátt fyrir að hafa beðið um áframhaldandi ráðningu, en útlendingar voru ráðnir í staðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Svona lítur íslenska sóttkvíin út – „Aldrei láta Íslendinga sjá um skipulag“

Svona lítur íslenska sóttkvíin út – „Aldrei láta Íslendinga sjá um skipulag“
Fréttir
Í gær

Ætla að drekkja Degi í rusli: „Hjálpið borginni að forðast yfirfullar ruslageymslur og skilið því beint niður í Ráðhús“

Ætla að drekkja Degi í rusli: „Hjálpið borginni að forðast yfirfullar ruslageymslur og skilið því beint niður í Ráðhús“
Fréttir
Í gær

Einar: Athyglisverð veðurspá næsta sólarhringinn – Skafbylur í höfuðborginni í kvöld

Einar: Athyglisverð veðurspá næsta sólarhringinn – Skafbylur í höfuðborginni í kvöld
Fréttir
Í gær

Fjögur hundruð hafa skráð sig í gagnagrunn utanríkisráðuneytisins vegna COVID-19

Fjögur hundruð hafa skráð sig í gagnagrunn utanríkisráðuneytisins vegna COVID-19
Fréttir
Í gær

Steina og Kolbrún sagðar ekki hafa bara verið að kyssast í Grafarvogslaug – „Sumt starfsfólkið er í áfalli“

Steina og Kolbrún sagðar ekki hafa bara verið að kyssast í Grafarvogslaug – „Sumt starfsfólkið er í áfalli“
Fréttir
Í gær

Raggi Bjarna er látinn

Raggi Bjarna er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekinn ölvaður með ungbarn í bílnum

Tekinn ölvaður með ungbarn í bílnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsaka hvort myntin sem Wei Li reyndi að skipta hér á landi sé fölsuð

Rannsaka hvort myntin sem Wei Li reyndi að skipta hér á landi sé fölsuð