Fimmtudagur 23.janúar 2020
Fréttir

Hafsteinn gekk í skrokk á eiginkonu sinni: Bíður dóms í Kansas – „Ég er ekki stoltur af þessu“

Auður Ösp
Föstudaginn 9. ágúst 2019 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskur karlmaður, Hafsteinn Ingvar Rúnarsson, 35 ára, bíður um þessar mundir dóms í Missouri-fylki í Bandaríkjunum vegna ofbeldis í garð eiginkonu sinnar (e. domestic assault 2nd degree). Hann er ákærður fyrir að hafa í tvígang ráðist á eiginkonu sína og valdið henni líkamsmeiðingum. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér allt að sjö ára fangelsi.

Hafsteinn Ingvar er fyrrverandi knattspyrnumaður, en hann hefur spilað með liði Keflavíkur og Reyni, auk þess sem hann hefur spilað með Grindavík, Njarðvík og Víði. Hefur hann verið búsettur í Kansas undanfarin ár.

Þann 26. júlí síðastliðinn ákvað kviðdómur í Jackson-sýslu að gefa skyldi út ákæru á hendur Hafsteini. Hann er ákærður fyrir ofbeldi af annarri gráðu og er ákæran í tveimur liðum.

Rankaði við sér á jörðinni

Fram kemur í ákæru að þann 13. júní síðastliðinn „hafi hinn ákærði með ásettu ráði valdið fórnarlambinu líkamsmeiðingum með því að taka það kverkataki.“  Þá er Hafsteinn einnig ákærður fyrir að hafa valdið eiginkonu sinni líkamsmeiðingum með því að berja höfði hennar í glugga.

Brotin varða tveggja til sjö ára fangelsi.

Í lögregluskýrslu kemur fram að þann 13. júní síðastliðinn hafi borist tilkynning um átök á ónafngreindu bílaplani í Kansas-borg. Þegar lögregla mætti á svæðið tilkynnti eiginkona Hafsteins að hann hefði beitt hana ofbeldi. Tjáði hún lögreglu að komið hefði til rifrildis á milli þeirra hjóna þar sem þau voru stödd á bílastæði á ónefndum stað í borginni. Sagðist hún hafa rifið gleraugu Hafsteins af honum og hent þeim í burtu, þvert yfir bílastæðið. Sagði hún Hafstein hafa brugðist við með ofbeldi, en hún sagðist ekki muna restina af atburðarásinni. Sagðist hún muna eftir að hafa rankað við sér þar sem hún lá á jörðinni. Þá sagði hún Hafstein hafa ráðist aftur á hana stuttu síðar.

Öskur og læti

Fram kemur í lögregluskýrslunni að kona hafi verið vitni að árásinni. Umrædd kona tjáði lögreglu að hún hefði verið á leið heim úr vinnu þegar hún heyrði hávær öskur úr bíl á bílastæði. Sagðist hún hafa séð Hafstein sitja í ökumannsætinu, með báðar hendur utan um háls eiginkonunnar sem sat á jörðinni við hliðina á bílnum, ökumannsmegin. Konan sagðist hafa kallað í átt að Hafsteini sem hafi brugðist við með að sleppa kverkatakinu og setjast síðan í aftursæti bílsins. Eiginkona Hafsteins settist því næst í ökumannsætið og ók á brott. Vitnið sagðist hafa keyrt af stað og komið þá aftur að bílnum og þá heyrt öskur koma innan úr honum. Greip hún þá kúbein og gekk að bílnum þar sem hún sá Hafstein slá höfði eiginkonu sinnar í bílrúðuna, ökumannsmegin.

Undir áhrifum

Fram kemur lögregluskýrslunni að eiginkona Hafsteins hafi verið með mar á vinstra auga og að áverkar hafi verið á hálsi hennar, sem bendi til að hún hert hefði verið að hálsi hennar. Var Hafsteinn umsvifalaust handtekinn og fluttur á lögreglustöð.

Við yfirheyrslur sagði hann að komið hefði til rifrildis á milli þeirra hjóna vegna þess að eiginkona hans hefði verið að senda skilaboð á ónefndan einstakling. Hafsteinn sagðist hafa innbyrt áfengi og verið drukkinn þegar þetta átti sér stað. Þá kemur fram í skýrslunni að þegar Hafsteinn var spurður hvað hefði átt sér stað hefði hann svarað:

 „Við vorum að ræða saman. Ég var reiður af því að ég var undir áhrifum. Einhverra hluta vegna þá hafði ég ekki stjórn á tilfinningum mínum og þetta *** gerðist. Ég er ekki stoltur af þessu.“

Samkvæmt opinberum gögnum var Hafsteinn Ingvar fluttur í Jackson County Detention Center en þar eru vistaðir fangar sem bíða dóms.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Fauk í Björn eftir símtal frá frænku hans: „Ég missti hökuna niður í bringu“ – Grátbað hann um að reyna allt til að snúa ákvörðuninni við

Fauk í Björn eftir símtal frá frænku hans: „Ég missti hökuna niður í bringu“ – Grátbað hann um að reyna allt til að snúa ákvörðuninni við
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Ungir piltar bönkuðu upp á og veittust að húsráðanda í Hlíðunum

Ungir piltar bönkuðu upp á og veittust að húsráðanda í Hlíðunum
Fréttir
Í gær

Birna endurkjörin formaður Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks – Áhyggur af stöðu dansara og danshöfunda

Birna endurkjörin formaður Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks – Áhyggur af stöðu dansara og danshöfunda
Fréttir
Í gær

Heiða ósátt við ákæruna yfir bróður sínum – „Ég er mjög slegin“

Heiða ósátt við ákæruna yfir bróður sínum – „Ég er mjög slegin“
Fréttir
Í gær

Sjö færðir á lögreglustöð eftir þjófnað í Breiðholti

Sjö færðir á lögreglustöð eftir þjófnað í Breiðholti
Fréttir
Í gær

Sjötugri konu sagt upp hjá Reykjavíkurborg – Stefnir borginni

Sjötugri konu sagt upp hjá Reykjavíkurborg – Stefnir borginni