fbpx
Laugardagur 28.janúar 2023
Fréttir

Þetta er maðurinn sem hótaði Guðlaugi lífláti: „Í gálgann með þetta landráðapakk“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 30. ágúst 2019 15:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur verið gripið til öryggisráðstafana í utanríkisráðuneytinu í kjölfar líflátshótana sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fékk í tenglum við þriðja orkupakkann. Fréttablaðið greindi frá þessu fyrr í dag. Ráðherra sagði í samtali við Fréttablaðið að málið væri komið í farveg hjá Embætti ríkislögreglustjóra .

Fréttablaðið birtir eina slík hótun en felur nafn mannsins sem lét orðin falla. Það er maður að nafni Lárus Óskar Friðriksson sem fer meðal annars með þessar hótanir. Hann stundar það grimmt að dreifa pólitískum áróðri á Facebook, bæði á sinni eigin síðu og í hópum. Til að mynda ættu meðlimir Málfrelsisins og Stjórnmálaspjallsins að vera honum velkunnugir.

DV gerði tilraun til að ná tali af manninu og fá hans hlið á málinu. Hann hins vegar hvorki svaraði í síma né skilaboðum en þess í stað birti skilaboð blaðamannsins innan Málfrelsins. Þar sagði hann hins vegar:„Rannsó hefur ekki haft samband við mig enn … lýgur blaðið?”

Þegar Facebook-síða Lárusar er skoðuð er það ljóst að hann aðhyllist öfgar til hægri í pólítík. Þá er óhætt að segja að Lárusi sé ekki vel við múslima né femínisma en hann hampar Donald Trump og Útvarp Sögu.

Mynd sem Lárus hefur deilt
Mynd sem Lárus hefur deilt

Þó svo að þessar myndir sem sjá má hér fyrir ofan eru líklega til gamans gerðar þá hefur Lárus deilt fleiri myndum sem innhalda mun alvarlegri undirtóna.

Mynd sem Lárus hefur deilt
Mynd sem Lárus hefur deilt
Mynd sem Lárus hefur deilt

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á þessum myndum má sjá að Lárus hefur áður hótað líflátum í garð ráðamanna. Hann er augljóslega mjög reiður þeim en hann vill sjá heygafflana fara á loft og að „svikararnir“ séu dregnir út á hárinu.

„Í gálgann með þetta landráðapakk!“ segir hann síðan.

Efast um hótanir

Innan hópsins Orkan okkar er deilt um atvikið. Sumir þar fordæma með öllu allt tal um ofbeldi. Aðrir hins vegar efast um að alvara sé að baki. Sumir segja Guðlaug hinn sanna glæpamann. „Þessi gaur ætti nu að fara vel til skoðunar varðandi landráð það er nú helviti alvarlegur glæpur,“ skrifar til að mynda Magnús N Þóroddsson.

Sumir virðast jafnvel tvíeflast við fréttum um að Guðlaugi Þór hafi verið hótað. „Ef friðsamleg mótmæli duga ekki leiðir það nú yfirleitt til ófriðsamlegra mótmæla. Þetta þarf svo sem engum að koma á óvart. Og er í raun ekki frétt,“ skrifar Elís Már Kjartansson. Við þetta segir annar maður innan hópsins að andstæðingar orkupakkans ættu ekki að hóta morðum.

Því svarar Elís: „Það getur nú allt gerst ef óréttlætið ræður ríkjum. Eg yrði nú ekki hissa að þessir menn ákveði að ganga með vopnaða lífverði sér við hlið eftir þennan þjófnað það sem eftir er.“ Hann heldur svo áfram: „Ef þeir verða það hræddir að þurfa þess eru þeir þá að taka réttar ákvarðanir? Maður spyr sig. Ég held að þetta sé nú lygafrétt. En orkan okkar né nokkur önnur barráttusamtök geta náttúrulega ekki borið ábyrgð á þeim sem viðhafa morðhótanir eðli málsins samkvæmt.“

Annar þekktur andstæðingur Orkupakkans, Óli Ólafs Ólafsson, efast svo um að Guðlaugi hafi verið hótað. „Annars væri ég ekki hissa þótt þetta væri brella hjá pakkapúkum til að koma höggi á okkur. Við munum nú kirkjugarðs bullið!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt