fbpx
Föstudagur 05.júní 2020
Fréttir

Íslensk náttúrufegurð kostaði ökumanninn 230 þúsund krónur

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. ágúst 2019 09:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurlandi kærði hvorki fleiri né færri en 45 ökumenn fyrir hraðakstur í umdæminu í gær.

Í skeyti sem lögregla birti á Facebook-síðu sinni kemur fram að því miður sé það hætt að heyra til tíðinda að erlendir ferðamenn séu stöðvaðir vegna hraðaksturs hér á landi. Stærstur hluti þeirra ökumanna sem voru stöðvaður voru einmitt erlendir ferðamenn.

Að sögn lögreglu var sá sem hraðast ók mældur á 152 kílómetra hraða á Mýrdalssandi. Ökumaðurinn kvaðst hafa gleymt sér þar sem hann hafi verið svo hugfanginn og snortinn af landslaginu. Samkvæmt sektarreikni Samgöngustofu bíður ökumannsins 230 þúsund króna sekt. Tveir aðrir ökumenn voru mældir á 146 og 147 kílómetra hraða.

„Nær allir ökumenn greiddu sektina á staðnum og ef eingöngu er horft á þá 26 ökumenn sem kærðir voru fyrir hraðakstur á Mýrdalssandi milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs greiddu þeir samtals rúmlega 1,6 milljónir króna í sekt,“ segir lögregla.

Í skeytinu er bent á að aðeins séu nokkrir dagar síðan erlendir ferðamenn veltu jeppabifreið sinni á þessum vegarkafla í Eldhrauni skammt vestan við Kirkjubæjarklaustur. Slysið varð föstudaginn 9. ágúst og fór bifreiðin að minnsta kosti sjö veltur og endaði á hvolfi ofan í hraungjótu. Þeir fjórir sem voru í bifreiðinni voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans í Fossvogi.

„Ekki er vitað hvort hraðakstur hafi átt þátt í umræddu slysi sem er til rannsóknar hjá embættinu en engin úr slysinu er í lífshættu.“

Lögregla segir að ef litið er á heildarsektargreiðslu þessara 45 ökumanna sem kærðir voru fyrir hraðakstur í gær hjá embættinu nemur sektarfjárhæðin samtals um 3 milljónum króna.

„Lögreglan á Suðurlandi mun hér eftir sem endranær vera virk í hraðaeftirliti í umdæminu ásamt því að kanna ástand ökumanna og með því reyna að draga úr möguleikum á alvarlegum slysum í umferðinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sakar Guðmund um að endurvekja gamlar samsæriskenningar um Guðna

Sakar Guðmund um að endurvekja gamlar samsæriskenningar um Guðna
Fréttir
Í gær

Skipstjóri hjá Samherja hjólar í Helga Seljan – „Ræðst ítrekað að fólki og fyrirtækjum“

Skipstjóri hjá Samherja hjólar í Helga Seljan – „Ræðst ítrekað að fólki og fyrirtækjum“
Fréttir
Í gær

Hallgrímur sakar Morgunblaðið um rasisma

Hallgrímur sakar Morgunblaðið um rasisma
Fréttir
Í gær

Eggjaþjófar staðnir að verki

Eggjaþjófar staðnir að verki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Viðurkenndi sölu á hlaupböngsum sem innihéldu fíkniefni

Viðurkenndi sölu á hlaupböngsum sem innihéldu fíkniefni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Látinn maður tapar meiðyrðamáli

Látinn maður tapar meiðyrðamáli