fbpx
Laugardagur 20.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Unnið að endurreisn WOW ?

Fréttir

Arnþrúður þarf að borga hlustanda 3,3 milljónir: „Skyldi hún sjá til þess að ganga frá mannorði mínu“ 

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 12. apríl 2019 14:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti rétt í þessu að peningar sem hlustandi Útvarps Sögu lagði inn á Arnþrúði Karlsdóttur hafi verið lán en ekki styrkur.

Forsaga málsins er sú að hlustandi Útvarps Sögu lagði töluvert fjármagn inn á Arnþrúði, í nokkrum millifærslum, á árunum 2016 og 2017.  Mál þetta laut að því hvort um væri að ræða peningagjöf til útvarpsstöðvarinnar eða lán, en hlustandinn hafði ítrekað reynt að fá lánið greitt fyrir málshöfðun. Engir samningar voru gerðir um meinta lán- eða styrkveitingu.  Við úrlausn málsins leit dómari til þess að Útvarp Saga hafi um árabil leitað til almennings til að fá fjárstuðning við rekstur stöðvarinnar, en slíkar greiðslur hafi þó verið gerðar inn á reikning stöðvarinnar sjálfar en ekki á persónulegan reikning Arnþrúðar, líkt og átti sér stað hér.

Hlustandinn hafði veitt stöðinni styrki, en lagði þá í þeim tilvikum beint inn á reikning stöðvarinnar.  Dómara þótti ekki sannað að Arnþrúður hefði tekið við peningunum og lagt þá strax inn á stöðina.  Hefði verið um styrk að ræða hefði Arnþrúður eða rekstrarfélag Útvarps Sögu átt að tryggja sönnun fyrir því að um styrk, en ekki lán, væri að ræða.

Áður hefur DV fjallað um yfirlýsingu sem Arnþrúður gaf eftir að Héraðsdómur féll í málinu. Þar hélt hún því fram að hlustandinn hafi verið neyddur af tengdadóttur sinni til að rukka fjárhæðina. Hafi tengdadóttirin orðið reið þegar hún fékk vitneskju um styrki til Útvarps Sögu og heimtað að tendamóðir sín rukkaði fjárhæðina til baka.

„Síðan liggur fyrir að Telma Cristel Kristjánsdóttir, verðandi tengdadóttir Guðfinnu, hafi komist að því að hún væri að styrkja Útvarps Sögu og trylltist yfir því. Hún hringdi í mig 10. apríl 2017 og hótaði mér því að ef ég féllist ekki á að kalla þennan styrk lán þá skyldi hún sjá til þess að ganga frá mannorði mínu og dreifa rógburði í alla fjölmiðla landsins,“

„Guðfinna var 57 ára þegar hún kom í húsakynni Útvarps Sögu til að gerast styrktaraðili og vildi ekki að nafn hennar kæmi fram á styrktarreikningi. Hún var augljóslega hrædd við tengdadóttur sína sem vildi yfirtaka öll hennar fjármál og meðal annars arf sem Guðfinna hafði fengið árinu á undan. Telma Cristel var sú manneskja sem beitti sér fyrir því að þetta yrði að dómsmáli og í raun veit ég ekki ennþá hver er að stefna mér. Það er alþekkt að ættingjar geta orðið hálfvitlausir þegar arfur er annars vegar.“

Sjá einnig: 

Arnþrúður þarf að greiða 3,3 milljónir króna

Yfirlýsing Arnþrúðar

Sauð upp úr í réttarsal vegna Útvarps Sögu og Arnþrúði heitt í hamsi: „Við skulum reyna að róa okkur!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Smári: Steiktu Kóreumenn upp úr lýsi? – „Gæti nú allt eins talist stríðsglæpur“

Smári: Steiktu Kóreumenn upp úr lýsi? – „Gæti nú allt eins talist stríðsglæpur“
Í gær

Miðflokkstaktar Simma

Miðflokkstaktar Simma
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Frábærar fréttir frá Nepal: „Hann er farinn að geta staðið uppréttur með minni og minni stuðningi frá öðrum“

Frábærar fréttir frá Nepal: „Hann er farinn að geta staðið uppréttur með minni og minni stuðningi frá öðrum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eltihrellir leitar að húsnæði á Akureyri: „Gerum honum erfitt fyrir og vörum nýja nágranna við“

Eltihrellir leitar að húsnæði á Akureyri: „Gerum honum erfitt fyrir og vörum nýja nágranna við“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolbeinn hvetur foreldra til að senda börn sín í sveit: „Honum fannst ég alger aumingi fyrst“

Kolbeinn hvetur foreldra til að senda börn sín í sveit: „Honum fannst ég alger aumingi fyrst“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bjóða heimilislausum í páskamat á annan í páskum: „Það hafa margir góðir komið að þessu verkefni“

Bjóða heimilislausum í páskamat á annan í páskum: „Það hafa margir góðir komið að þessu verkefni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Máni er 11 ára með elliglöp og búinn að vera týndur í sólarhring – Hundaeigandi sendir neyðarkall

Máni er 11 ára með elliglöp og búinn að vera týndur í sólarhring – Hundaeigandi sendir neyðarkall