Fimmtudagur 14.nóvember 2019
Fréttir

Yfirlýsing Arnþrúðar: „Það er alþekkt að ættingjar geta orðið hálfvitlausir þegar arfur er annarsvegar“

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 7. maí 2018 14:45

Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpstjóri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og DV greindi frá í morgun hófst aðalmeðferð í máli Guðfinnu Karlsdóttur gegn Arnþrúði Karlsdóttur, útvarpsstjóra Útvarps Sögu, í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Blaðamaður DV sat réttarhaldið og greindi frá því sem fyrir augu bar, meðal annars því að dómari hafi þurft í tvígang að biðja Arnþrúði að róa sig.

Bað um vernd hjá dómverði

Arnþrúður er ósátt við fréttaflutning DV af málinu og segir í yfirlýsingu að það sé beinlínis rangt að það hafi soðið upp úr í réttarsal, eins og tiltekið var í fyrirsögn.

„Ég gerði athugasemdir við að fyrir aftan mig sat maður sem er þekktur þjófur, netníðingur og rógberi sem sendi mér morðhótun nú um helgina. Það var ónotaleg tilfinning að hafa slíkan mann þarna á staðnum og gerði ég athugasemd við það og bað um vernd hjá dómverði,“ segir Arnþrúður.

Málið snýst um hvort fé sem Guðfinna lagði inn á persónulegan bankareikning Arnþrúðar hafi talist styrkur eða lán. Arnþrúður gerir athugasemdir við að ekki hafi verið tekið fram í fréttinni að peningarnir hafi síðan verið millifærðir af reikningi Arnþrúðar og inn á reikning útvarpstöðvarinnar. Sannanir þess efnis hafi verið lagðar fram. [Innsk. blm. þessum upplýsingum var bætt við fréttina stuttu eftir að hún fór í loftið].

Þá segir Arnþrúður að málsgrundvöllur sé verulega bágborinn. „Málið er verulega vanreifað í stefnu og ljóst að þær kvittanir sem voru lagðar fram af hálfu Guðfinnu voru rangar og tilheyrðu öðrum aðilum en mér, þannig að stefnufjárhæðin var í alla staði röng og málatilbúnaði því verulega ábótavant,“ segir Arnþrúður í yfirlýsingunni. Þá tekur hún fram, rétt eins og var sagt í frétt DV, að Guðfinna hafi ekki viljað leggja fram skattframtal til að sanna fullyrðingar sínar.

Segist ekki vita hver stefnir

„Síðan liggur fyrir að Telma Cristel Kristjánsdóttir, verðandi tengdadóttir Guðfinnu, hafi komist að því að hún væri að styrkja Útvarps Sögu og trylltist yfir því. Hún hringdi í mig 10. apríl 2017 og hótaði mér því að ef ég féllist ekki á að kalla þennan styrk lán þá skyldi hún sjá til þess að ganga frá mannorði mínu og dreifa rógburði í alla fjölmiðla landsins,“ segir Arnþrúður í yfirlýsingunni. Bendir hún á viðtal við Telmu Cristel sem birtist á Visir.is þann 21.nóvember sem dæmi.

Arnþrúður bendir á að í viðtalinu tali Telma Cristel um verðandi tengdamóður sína sem farlama gamla konu. „Guðfinna var 57 ára þegar hún kom í húsakynni Útvarps Sögu til að gerast styrktaraðili og vildi ekki að nafn hennar kæmi fram á styrktarreikningi. Hún var augljóslega hrædd við tengdadóttur sína sem vildi yfirtaka öll hennar fjármál og meðal annars arf sem Guðfinna hafði fengið árinu á undan. Telma Cristel var sú manneskja sem beitti sér fyrir því að þetta yrði að dómsmáli og í raun veit ég ekki ennþá hver er að stefna mér. Það er alþekkt að ættingjar geta orðið hálfvitlausir þegar arfur er annarsvegar,“ segir Arnþrúður að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Samherja stunda stórfelldar mútugreiðslur

Segir Samherja stunda stórfelldar mútugreiðslur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Friðjón hjólar í KrakkaRÚV: „Sjúklega mikil óvirðing“

Friðjón hjólar í KrakkaRÚV: „Sjúklega mikil óvirðing“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pervertinn á Þingeyri dæmdur – Fórnarlömbin fá ekki það sem þau kröfðust

Pervertinn á Þingeyri dæmdur – Fórnarlömbin fá ekki það sem þau kröfðust
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áróður á veggjum Háskólans – Jón Atli sakaður um hræsni – „Var HÍ ekki að væla yfir áróðri nasista um daginn?“

Áróður á veggjum Háskólans – Jón Atli sakaður um hræsni – „Var HÍ ekki að væla yfir áróðri nasista um daginn?“