fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Lögreglan leitar að síma 8 ára drengs á Ásbrú – sakaðir um ólöglega leit – Sjáðu myndböndin!

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 29. mars 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband hefur verið birt á Facebook-síðunni Refugees in Iceland þar sem hælisleitandi tekur upp lögreglumenn sem komu, að hans mati, í heimildarleysi inn í herbergi hans á Ásbrú. Hælisleitandanum er heitt í hamsi og krefst þess að fá að vita hvers vegna lögreglumennirnir hefðu vaðið inn til hans á meðan hann svaf og  hver hefði gefið þeim heimild til þess.

„Ég var sofandi, vaknaði við að þrír lögreglumenn væru inn í herberginu og sögðust vera að leita að einhverju. Ég veit ekki hverju þeir eru að leita að. Það er engin ástæða. Hvert  er vandamálið?“

Lögreglan svarar:

„Við erum að leita að síma. Það var lítill strákur sem símanum var stolið frá. Við erum að leita í öllum herbergjum.“

Ljóst er að lögreglumennirnir eru komnir til að leita að síma 8 ára drengsins sem DV greindi frá fyrr í dag. Lögregla ræðir sín á milli um símann og hvort drengurinn geti borið kennsl á þjófinn. Hælisleitandinn segist vera lögfræðingur og að lögreglan hafi enga heimild til að vera að leita þarna. Lögregla segir að þeir séu að elta merki frá forritinu Find my iPhone, drengurinn hafi séð mynd af hælisleitandanum og fundist hann kannast við hann.

„Bara vegna þess að hér eru hælisleitendur, við höfum engin réttindi, ykkur er sama hver þau eru, þið leitið bara hér eins og við séum dýr. Hvernig opnaðirðu hurðina ég opnaði hana ekki fyrir þér“

Lögreglumennirnir tveir útskýra að þeir viti það ekki, aðrir lögreglumenn hafi komið þangað inn á undan þeim og því viti þeir ekki nákvæmlega hver opnaði hurðina.

„Þeir gáfu okkur leyfi til að leita  hér. Við verðum að leita í herbergjunum til að finna þennan síma,“ .

Lögregla fer þá að yfirheyra hælisleitandann um herbergisfélagann og tekur upp síma, líklega til að reyna að hringja í stolna símann sem þeir eru að leita að.

„Við erum búnir hér, afsakið að við þurftum að trufla þig, en við þurftum að gera þetta, þannig er það bara og nú erum við að fara.“

Í texta með myndbandinu á Facebook er greint frá því að lögregla hafi ólöglega leitað í herbergjum hælisleitenda og hvatt til mótmæla fyrir utan dómsmálaráðuneytið vegna þessa.

„Áhugavert er að lögregla leitaði aðeins í herbergjum þeirra sem hafa tekið þátt í mótmælunum að undanförnu.“

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns