Þriðjudagur 28.janúar 2020
Fréttir

Hversu slæmt verður veðrið á morgun? „Norðanáttarskjólið í Reykjavík virkar ekki sérlega vel að þessu sinni“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 9. desember 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá og með síðdegis á morgun er í raun hvergi ferðaveður á landinu og höfuðborgarsvæðið sleppur ekki við óveðrið, að sögn Haraldar Ólafssonar veðurfræðings. Norðanviðri hefur tilhneigingu til að fara mildari höndum  um höfuðborgarbúa en til dæmis Norðlendinga og víst er að það mun snjóa og rigna gríðarlegar í vonda veðrinu fyrir norðan og vestan, en ekki á suðvesturhorninu.

Haraldur bendir á að þar sem vinurinn sé af hánorðri og norðvestri sé ekki hægt að reiða sig á skjól fyrir vindinum eins oft í norðanátt, sérstaklega þegar blæs úr norðaustri.

Haraldur telur að mikill sjógangur geti hlotist af óveðrinu í Reykjavík. Hann hefur dregið saman veðurhorfurnar næstu sólarhringa með eftirfarandi pistli fyrir lesendur DV:

Reykjavík

Versta veðrið verður frá því síðla dags á þriðjudag (10. des) og fram eftir nóttu.   Það verður enn hvasst fram eftir miðvikudegi, en lægir þó smám saman.

Það verður líklega langhvassast í grennd við Esjuna, einkum á Kjalarnesi.   Þá verður mjög hvasst á Seltjarnarnesi, í vesturbæ og miðbæ og líklega austureftir meðfram norðurstönd borgarinnar.   Vindur verður af hánorðri eða NNV og viðbúið er að strengurinn nái austar í borginni en hann gerir oftast í NA-átt þegar austurhluti borgarinnar er gjarnan í sæmilegu skjóli.  Norðanáttarskjólið í Reykjavík virkar með öðrum orðum ekki sérlega vel að þessu sinni.

Það má búast við verulegum sjógangi þar sem vindur stendur af sjó.

Meðalvindhraðinn fer líklega víða yfir 25 m/s í byggð og yfir 35 m/s í hviðum (hvassara á Kjalarnesi) og það má búast við foktjóni.  Það getur reynst varasamt að vera úti við.

Landið í heild sinni

Það verður bálhvasst á öllu landinu og sumsstaðar ofsaveður.  Óveðrið verður verst V-lands frá því síðdegis á þiðjudag og fram á nótt, en A-lands verður hvassast aðfaranótt miðvikudags og fram eftir miðvikudagsmorgni.  Það er glórulaust að ferðast í þessu veðri.  Það verður mikil ofankoma fyrir norðan, en það gæti blotnað um tíma í snjónum alveg niðri við sjávarmál.

Eftir óveðrið gengur hann í norðanátt með hörkufrosti um allt land.  Það gæti borgað sig að hreinsa snjó og krapa svo ekki verði klakastykki úr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Misvísandi skilaboð frá Dorrit: Stendur við bakið á svörnum óvinum

Misvísandi skilaboð frá Dorrit: Stendur við bakið á svörnum óvinum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta kom fram á íbúafundinum í Grindavík: Tilbúinn í eldgos og neyðarrýmingu

Þetta kom fram á íbúafundinum í Grindavík: Tilbúinn í eldgos og neyðarrýmingu
Fréttir
Í gær

Jarðhræringar á Reykjanesi: Gos gæti staðið yfir í nokkrar vikur – Viðbúið að flytja þyrfti 5.000 á brott

Jarðhræringar á Reykjanesi: Gos gæti staðið yfir í nokkrar vikur – Viðbúið að flytja þyrfti 5.000 á brott
Fréttir
Í gær

Þrír ungur menn grunaðir um ránstilraun í Kópavogi

Þrír ungur menn grunaðir um ránstilraun í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nær allir í Eflingu samþykkja verkfall – Þessa daga mun það hafa áhrif á þig – „Yfirgnæfandi vilja til aðgerða“

Nær allir í Eflingu samþykkja verkfall – Þessa daga mun það hafa áhrif á þig – „Yfirgnæfandi vilja til aðgerða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andrés segir Sjálfstæðismenn hafa haldið krísufundi – Stefán Einar segir flokksmenn sofandi

Andrés segir Sjálfstæðismenn hafa haldið krísufundi – Stefán Einar segir flokksmenn sofandi