fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Sólrún skaðbrann í eldsvoðanum í Mávahlíð: Þarf líklega að eyða jólunum í Svíþjóð – „Í þrjár vikur var henni haldið sofandi“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 5. desember 2019 21:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldsvoðinn sem varð í Mávahlíð í Reykjavík síðastliðinn október degur ennþá dilk á eftir sér fyrir ungt par sem skaðbrenndist þar inni, þau Sólrúnu Öldu Waldorff og Rahmon Anvarov. Þau hafa farið í fjölda aðgerða bæði hér á landi og í Svíþjóð í kjölfar brunans en RÚV greindi frá aðstæðum parsins í kvöldfréttum sínum.

Þar kom fram að Rahmon hlaut bæði annars og þriðja stigs brunasár á rúmlega helmingi líkama sína en Sólrún á um 35% líkamans. Hvorugt þeirra er í lífshættu núna en framundan er mikil endurhæfing hjá þeim báðum.

Eldurinn kom upp í kjallaraíbúð þeirra við Mávahlíð, aðfaranótt miðvikudagsins 23. október. Sólrún og Rahmon voru í íbúðinni ásamt eiganda íbúðarinnar en hann kom sér sjálfur út úr brennandi íbúðinni og hlaut minniháttar áverka. Það er talið að eldurinn hafi komið upp eftir að logandi olía helltist úr potti.

„Þau voru sofandi og mér skilst að þegar að þú ert sofnaður þegar svona kemur fyrir, þá er reykurinn það eitraður að hann svæfir þig dýpra þannig að þú vaknar ekkert,“ sagði Þórunn Alda Gylfadóttir, móðir Sólrúnar í samtali við RÚV. Sem betur fer náði þó slökkviliði að koma parinu út um glugga á íbúðinni en þau höfðu þá þegar brunnið mjög illa. „Og í eiginlega þrjár vikur var henni haldið sofandi og hún var í bráðri lífshættu í langan tíma,“ segir Þórunn um ástandið í kjölfar slyssins.

Sólrún er þó nú komin til meðvitundar og er, eins og áður segir, ekki lengur í lífshættu. Þó eru margar aðgerðir framundan.

„Þær [aðgerðirnar] ganga út á að færa heilbrigða húð yfir á svæði sem eru brunasvæði. Þegar hún kom hingað út á öðrum degi, þá var búið að skilgreina að 35% af hennar líkama var með öðrum og þriðja stigs bruna. Það er sem sagt andlit, og háls og niður á bringu og vinstri hliðin, það eru svona verstu svæðin,“

Bruninn í Mávahlíðinni var ekki eini alvarlegi bruninn á þessum tíma og því var ekki pláss fyrir bæði Sólrúnu og Rahmon hér á landi. Einungis er hægt að sinna þremur sjúklingum með alvarleg brunasár í einu hér á landi. Tekin var sú ákvörðun að Sólrún yrði flutt til Svíþjóðar en Rahmon varð eftir hér á landi þar sem Sólrún var með mikla brunaáverka í lungunum. „Hann var með svolítið meiri bruna á líkama. Hann var með yfir 50% af sínum líkama með annars og þriðja stigs bruna. En lungun í honum voru ekki eins illa farin,“ sagði Þórunn sem gerir ráð fyrir því að jólin hjá þeim mæðgum verði haldin í Svíþjóð þetta árið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst