fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Brandari lögreglunnar fordæmdur og sagður viðbjóðslegur – „Það gera litlar sálir sem ættu ekki að vera í löggæslustörfum“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 4. desember 2019 10:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarna daga hafa tvö lögregluumdæmi á Íslandi gert tilraun til að slá á létta strengi á Facebook. Í báðum tilvikum hefur grínið fallið í grýttan jarðveg og verið fordæmt af flestum sem tjá sig. Grínið er sagt taktlaust, smásálarlegt og ekki við hæfi lögreglunnar. Lögreglan á Íslandi hefur í seinni tíð lagt áherslu á að verða sín eigin fréttaveita, með misjöfnum árangri.

Í gær tilkynnti Lögreglan á Suðurnesjum að lögreglumaður á frívakt hefði fundið lykt af hassi og hafi kjölfar þess farið með offorsi, sótt um heimild til húsleitar og niðurstaðan verið að lögreglan fann lítilræði af kannabis í skúffu hjá viðkomandi íbúa. Þetta þótti lögreglunni fyndið. „Fyrsti sveinninn mættur til byggða, gott að fá hann í liðið. Við kynnum til leiks 14 jólasveininn hann Grasþef. Hann mun bruna um allt næstu vikurnar,“ segir í færslunni á Facebook.

https://www.facebook.com/lss.abending/photos/a.624607657559680/2725635400790218/?type=3&__xts__%5B0%5D=68.ARA_s3jkUgNeLr2_Jc6VYKAaTw-4u8SeZltsijvu1ByqJaablyoqDwWJvEZuNwNqvHt5_3reWfipPn3gVzVe16rIlWkKHbJbiyKDhM3pV5OYJ6h2OBz5w7INruAVQCn759m7Zk0iL2fZHqoBKJmOgZU0MW5OtFMNrX6Bh5GlHKY8jyIA_wEZCMQoMq6VH_xCcwwSEzb6OHquf8myC79YDcRHnsE7hXo1AP2MRIGraCjUk0P4CcIsaX0fPkNxgseKZIFi7jTmfAdmbpQF66C0AYCjsDu4TNbOiEZuc7V7Y34ztuXIWmxAJ4-O2uhOBoK5INduL0vMDPAWRSafr_nTfixT8w&__tn__=-R

Fasistar og jólasveinar

Tugir athugasemda hafa verið skrifaðar við færsluna og fæstar þeirra eru jákvæðar í garð lögreglunnar. „Ykkur til vansa. Hættulegast við fíkniefni er að þau eru ólögleg. Fasistalegir tilburðir eru ekki jólaglens,“ skrifar Árni. Annar maður, Ingimar að nafni, skrifar: „Það hallærislegasta er þó að blanda jólasveininum og einhverjum aulahúmor inn í það sem er ekkert annað en ólukka fíkils, og stæra sig svo af því á samfélagsmiðlum. Það gera litlar sálir sem ættu ekki að vera í löggæslustörfum, sem ef mig misminnir ekki eiga að snúast um að tryggja öryggi og velferð borgaranna, ekki bara blindna eftirfylgni á úreltum lögum.“

Aðrir snúa gríninu á lögregluna og segja hana jólasveina. „Já, þið eruð algerir jólasveinar að eyða dýrmætum tíma í að eltast við svona rugl og hafa svo smávegis graslufsu upp úr krafsinu. Ætla rétt að vona að saksóknari gefi ekki út leitarheimildir sí svona bara ef einhver jólasveinn segist finna graslykt einhverstaðar, vonandi lá meira að baki heimildinni en það!“

Þórður nokkur bendir á að fíkniefnamarkaður Ísland hafi aldrei verið blómlegri. „Áhugavert að sjá lögregluna hreykja sig af því að níðast á neytendum (tala nú ekki um lögreglumaður á frívakt) á meðan grasmarkaðurinn á Íslandi hefur aldrei nokkurn tímann verið stærri og aðgengilegri. Lögreglan nær semsagt ekki að bösta nema brotabrot af því og alltaf þegar hún gerir það er nýr sali kominn í stað þeirra sem var tekinn. Þessi barátta ykkar gegn neytendum er sorgleg, ópraktísk og í raun gjörsamlega tilgangslaus,“ segir hann.

Trúa ekki lögreglunni

Sumir trúa einfaldlega ekki sögu lögreglunnar. „Kjaftæði, þið fékkuð tip en voruð ekki með heimild svo þið bjugguð til þessa sögu,“ skrifar einn maður. Haraldur nokkur eru á sama máli. „Braaaaavó….lögregla lýgur út heimild til leitar hjá *kunningja* lögreglu og fær, hjá dómara sem tekur þátt í lyginni. Lögreglumaður fann EKKI lykt af smáræði af grasi í kommóðuskúffu, út á götu…lögregla ákvað að ljúga út heimild til að ofsækja borgara…sækja smá fé…og taka sér dómaravald….ætli þetta sé ekki nær sannleikanum? Það er bara ekki lögreglu að útdeila refsingum eða kenna lexíur.“

Sá þriðji segir svo: „Hvernig fékk lögreglan leitarheimild? Spurning um að fá að leita heima hjá lögreglumanninum á frívakt líka, þar sem hann man lyktina svona óstjórnlega vel að gefin var út leitarheimild. Það er skítalykt af þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala