fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Arnaldur ódýrastur í Bónus

Auður Ösp
Laugardaginn 21. desember 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir Íslendingar geta verið sammála um að það eru nokkrir hlutir sem eru hreinlega ómissandi þegar kemur að því að halda heilög jól. Er hægt að hugsa sér jólin án þess að sötra malt og appelsín, finna ilminn af hangikjöti og liggja undir teppi með nýjustu bókina hans Arnaldar, með konfektskál á kantinum? DV lagði upp í lauslega verðkönnun á þessum hlutum og afraksturinn má sjá hér.

Blandan mín og blandan þín

Malt og appelsín er ómissandi á jólunum og ekki er verra þegar hægt er kaupa blönduna tilbúna. Ein hálfs lítra dós af blöndunni reyndist ódýrust í Bónus en dýrust í verslun Hagkaupa.

Bónus –187 kr
Krónan – 188 kr
Nettó –191 kr
Hagkaup –229 kr

Margir halda ekki jól án Malts og Appelsíns.

Nóa konfektið

Þá er það Nóa-konfektið sívinsæla, en eins og gefur að skilja er það fáanlegt í mismunandi söluumbúðum. Hér er miðað við verð á einu kílói. Slíkar pakkningar reyndust fáanlegar í verslun Hagkaupa og Krónunnar en í verslun Nettó var hægt að fá 800 gramma pakkningu og í verslun Bónuss var hægt að fá 1,2 kílóa pakkningu. Sé miðað við verð á einu kílói þá er ljóst að Bónus hefur vinninginn.

Nettó – 3.469 (800 g)   (4.336 kr/kg)
Bónus –  3.975 (1,2 kg) (3.312 kr/kg)
Krónan – 3.659 krónur (1 kg)
Hagkaup – 3.699 krónur (1 kg)


Hangikjötið

Hangikjötsilmurinn einn og sér nægir til að vekja upp minningar frá bernskujólum og það er ekki hægt að neita því að fátt minnir meira á íslensk jól. Hér er miðað við verð á úrbeinuðu hangikjötslæri.

Nettó – KEA hangilæri, úrbeinað ca. 900 g: 3.320 kr

Hagkaup – ÍL Hátíðarhangikjöt, birkireykt úrbeinað: 3.089 kr/kg 

Krónan – SS birkireykt hangikjöt, úrbeinað: 3.699 kr/kg

Bónus – ÍL Hátíðarhangikjöt, birkireykt úrbeinað: 2.998 kr/kg

Hangikjöt

Arnaldur ódýrastur í Bónus

Bækur eru sívinsæl jólagjöf á meðal Íslendinga og líkt og fyrri ár trónir Arnaldur Indriðason á toppnum með spennusöguna Tregastein. Flestar matvöruverslanir taka þátt í jólabókaflóðinu en athygli vekur þó að Krónan tekur ekki þátt í jólabókaflóðinu í ár.

Bónus – 4.498 kr
Nettó – 5.249 kr
Hagkaup 4.999 kr
Krónan – Ekki í boði

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Í gær

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri Másson segist ekki tala fyrir því að ganga úr EES-samstarfinu

Snorri Másson segist ekki tala fyrir því að ganga úr EES-samstarfinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Vilhjálmur til OK