fbpx
Miðvikudagur 03.júní 2020
Fréttir

Leigubílstjórinn sem sendi farþega skilaboð rekinn úr starfi – „Þetta er brot á okkar reglum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 1. desember 2019 12:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er brot á okkar reglum og ég talaði við viðkomandi bílstjóra og kom honum í skilning um að þetta væri bannað. En hann er ekki lengur að keyra á stöðinni,“ segir Haraldur Axel Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hreyfils. Eins og DV greindi frá í morgun sendi leigubílstjóri konu innileg skilaboð með sms löngu eftir akstur. Konan, sem er gift, kvartaði undan því í umræðuhópum á Facebook að maðurinn hefði fundið símanúmer hennar í kerfi Hreyfils og sent henni þessa óviðeigandi kveðju. Sagði hún jafnframt að Hreyfill hefði ekki svarað tölvupósti hennar um málið.

Haraldur segir hins vegar að konunni hafi verið svarað en pósturinn líklega misfarist. Var hann tilbúinn að senda afrit af tölvupóstsendingunni.

Að sögn Haraldar var bílstjóranum, sem var nýbyrjaður og er ekki leyfishafi, sagt upp störfum vegna þessa máls og fleiri mála.

„Þetta er ólíðandi og við erum í vinnu við að búa þannig um hnútana að símanúmer birtist ekki með ferðinni. Þetta var gert svona til hægðarauka til að láta farþegana vita að bíllinn væri kominn með sms-skilaboðum. En það var aldrei ætlunin að þær upplýsingar væru notaðar í svona og okkur þykir miður að þetta hafi komið upp,“ segir Haraldur.

„Bílstjórar vita að þeir eiga ekki að gera þeta en þessi bílstjóri bar fyrir sig þegar ég talaði við hann að hann væri svo nýbyrjaður að hann vissi ekki af þessum reglum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Húsaskiptabeiðnum rignir yfir Íslendinga – „yfirvöld vilja að ég komi til Íslands“

Húsaskiptabeiðnum rignir yfir Íslendinga – „yfirvöld vilja að ég komi til Íslands“
Fréttir
Í gær

Hjólasektir ekki tengdar prómill í blóði

Hjólasektir ekki tengdar prómill í blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig lýsir rasisma í Bandaríkjunum – „Ég fór að grenja og ég öskraði á sjónvarpið: Ég drep ykkur“

Sólveig lýsir rasisma í Bandaríkjunum – „Ég fór að grenja og ég öskraði á sjónvarpið: Ég drep ykkur“
Fyrir 2 dögum

Vanþakklátur ráðherra

Vanþakklátur ráðherra
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Landsréttur mildaði dóm yfir barnaníðingi

Landsréttur mildaði dóm yfir barnaníðingi
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Þriðja hópuppsögnin hjá Íslandshótelum – Mikill meirihluti á uppsagnarfresti

Þriðja hópuppsögnin hjá Íslandshótelum – Mikill meirihluti á uppsagnarfresti
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Danir opna fyrir Íslendingum en ekki er allt sem sýnist

Danir opna fyrir Íslendingum en ekki er allt sem sýnist
Fréttir
Fyrir 4 dögum

GDRN sýnir á sér nýja hlið í íslensku Netflix-þáttaröðinni Kötlu

GDRN sýnir á sér nýja hlið í íslensku Netflix-þáttaröðinni Kötlu