fbpx
Þriðjudagur 07.júlí 2020
Fréttir

Leigubílstjóri sendi farþega innileg skilaboð eftir akstur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 1. desember 2019 10:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona hefur kvartað undan því á samfélagsmiðlum að leigubílstjóri á Hreyfli hafi sent sér persónulegt og nokkuð innilegt sms-skeyti eftir að hafa ekið henni. Konan telur þetta vera misnotkun á símanúmeri sínu og hefur sent tölvupóst um málið á Hreyfil sem ekki hefur verið svarað. Konan verður ekki nafngreind hér en hún hefur ekki gefið færi á viðtali. Mál hennar er hins vegar til umræðu í stórum Facebook-hópum, þar á meðal hópi leigubílstjóra, þ.e. harkara og leyfishafa, og eru skiptar skoðanir um framferði leigubílstjórans þar.

Konan skrifar:

„Hvað finnst ykkur um að leigubílstjóri finni símanúmerið ykkar í tölvukerfi Hreyfils og sendi ykkur svona kl. 4 um nótt. Hreyfli er greinilega alveg sama og þeim þykir engin ástæða til að svara tölvupósti frá mér um þetta.“

Skilaboð leigubílstjórans til konunnar voru eftirfarandi:

„Takk fyrir spjallið áðan og ég fór bara alveg hjá mér að ætla að segja líka við þig að þú lítur svakalega vel út. Ég á mér líka smá… Ég stama. En ofar öllu þá þakka ég þér spjallið.“

Í umræðum um málið er deilt um  hvort framferði leigubílstjórans sé brot á lögum um persónuvernd. Í Persónuverndarstefnu Hreyfils segir að fyrirtækið leggi áherslu á að vernda persónuupplýsingar viðskiptavina sinna og virða réttindi þeirra. Fyrirtækið safni og varðveiti persónupplýsingar um viðskitpavini í samræmi við persónuverndarlög. „Hreyfill safnar persónuupplýsingum um framangreinda aðila í þeim tilgangi að veita þeim aðgang að þjónustu sinni í samræmi við samninga og samskipti við hlutaðeigandi.“

Persónuupplýsingar má aðeins veita þriðja aðila að uppfylltum vissum skilyrðum og í sérstökum tilgangi. Sá aðili sem konan hafði samband við til að fá leigubíll er fyrirtækið Hreyfill en ekki leigubílstjórinn. Því mætti túlka þessar aðstæður sem svo að leigubílstjórinn sé í rauninni þriðji aðili og ekki sá sem konan afhenti símanúmer sitt. – Að móti skal hafa í huga að símanúmer flokkast ekki sem viðkvæmar persónuupplýsingar en um þær gilda strangari reglur.

Í FB-hópi leigubílstjóra eru skiptar skoðanir um atvikið. Konan er gift og segir einn aðili að hún hafi greinilega átt í nánum samræðum við bílstjórann en brugðið illa við að fá skilaboð frá honum. Kona sem vinnur við leigubílaakstur í aukavinnu segir að það trufli hana mikið hvað mörgum í leigubílstjóragrúppunni finnist þetta framferði í lagi:

„Það sem eg var að reyna að benda þessum kollegum mínum á, burtséð frá áreiti og öllu svoleiðis, þá er þetta bara ófagmannlegt. Hún gefur fyrirtækinu símanúmerið sitt, ekki honum persónulega. Að nota svo númerið til að senda henni sms er brot á persónuverndarlögum. Hann þurfti ekkert að fletta neinu upp, þetta birtist á skjánum okkar þegar bíllinn er pantað en okkur er treyst sem fagmönnum að nota engar upplýsingar sem við sjáum og fáum, annað en til þess að senda sms og hringja. Auðvitað lendir maður oft í góðu spjalli, og jafnvel hefur og geta sambönd hafist í leigubílum eins og á öðrum stöðum, en vegna þess að við erum í VINNUNNI, þurfa möguleikar á frekari samskiptum að koma þá frá viðskiptavininum sjálfum. Ef viðskiptavinurinn spyr hvort hann megi gefa bílstjóra númerið sitt, eða spyr um númerið hans, er þetta allt í góðu; s.s viðskiptavinurinn gefur leyfi fyrir frekari samskiptum að fyrra bragði. Allt annað er brot á einkalífi einstaklingsins og viðskiptavinarins.“

 

Lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Kona slasaðist í Reykjadal – MYNDIR

Kona slasaðist í Reykjadal – MYNDIR
Fréttir
Í gær

Ásmundur hvetur fólk í klóm smálána til að leita til sín – „Þetta er algjört ógeð“

Ásmundur hvetur fólk í klóm smálána til að leita til sín – „Þetta er algjört ógeð“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Konan sem leitað var að fannst látin

Konan sem leitað var að fannst látin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir að þetta þurfi að laga á Íslandi til að vinna gegn spillingu

Segir að þetta þurfi að laga á Íslandi til að vinna gegn spillingu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maríu enn saknað – Björgunarsveitir kallaðar út

Maríu enn saknað – Björgunarsveitir kallaðar út
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglustjórakapall Áslaugar heldur áfram – Páley nýr lögreglustjóri á norðausturlandi

Lögreglustjórakapall Áslaugar heldur áfram – Páley nýr lögreglustjóri á norðausturlandi