fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Jóhannes uppljóstrari – „Ég fór með fulla íþróttatösku af peningum og ráðherrann var mjög ánægður“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 1. desember 2019 12:50

Jóhannes Stefánsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég fór með fulla íþróttatösku af peningum og ráðherrann var mjög ánægður,“ segir Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja og uppljóstrari í mútumálinu í Namibíu, í viðtali við sjónvarpsstöðina Aljazeera. Jóhannes lýsir þar fundi með namibíska sjávarútvegsráðherranum sem þáði mútur frá Samherja.

„Frá árinu 2012 og fram á mitt ár 2016 var ég að borga mútur. Ég innti af hendi ólöglegar greiðslur fyrir hönd Samherja. Þeir hafa líklega grætt 150 til 200 milljónir BNA dala á þessu,“  segir Jóhannes enn fremur en síðan greinir frá því að hann hafi sagt upp árið 2016 en vistað áður mikið af gögnum sem hann sendi síðan til Wikileaks. Wikileaks kom gögnunum síðan í hendur fjölmiðla sem hafa fjallað um málið. Þetta stangast á við yfirlýsingu Samherja fyrr í mánuðinum þar sem segir að Jóhannesi hafi verið sagt upp störfum vegna trúnaðarbrests.

Segir enn fremur að þau ár sem Jóhannes starfaði fyrir Samherja hafi það verið meginhlutverk hans að útvega ábatasama fiskveiðikvóta í Afríku með öllum tiltækum ráðum.

„Gögnin sýna hvað vestræn fyrirtæki geta gengið langt í að stela auðlindum frá afrískum þjóðum,“  segir í umfjölluninni.

„Þeir eru að stela auðlindum frá þjóðinni og skilja ekkert eftir í landinu,“  segir Jóhannes. Fimmtungur íbúa í Namibíu er sagður líða skort og Jóhannes segir það vera út af fyrirtækjum eins og Samherja. „Þeir líta á Afríku bara sem heimsálfu til að veita þeim peninga. Ekkert annað.“

Þáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala