fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Ingólfur drukknaði í eigin blóði á Hrafnistu: „Mamma grátbað aftur og aftur um að fá lækni“

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 6. nóvember 2019 10:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingólfur Árni Jónsson lést nýverið á Hrafnistu einungis 69 ára að aldri. Barnabarn hans, Sandra Gunnarsdóttir, skrifar minningargrein um hann á Facebook en þar greinir hún frá því að aðdragandi andlát hans hafi verið skelfilegur. Hann hafi drukknað í eigin blóði og starfsmenn hafi neitað að kalla til lækni. Fyrst var greint frá þessu á Skandall.

Sandra hefur gefið DV góðfúslegt leyfi til birta færsluna. Hún segir í samtali við DV að Ingólfur hafi verið krufinn í gær og fjölskyldan muni ráðfæra sig við lögfræðing. „Hann var krufinn i gær og við ætlum að fá niðurstöður úr því og finnum ekki ró fyrr en við höfum fengið að hitta lækninn sem hefði átt að vera þarna og hjúkkuna sem sífellt gerði lítið úr ástandinu og fá formlega útskýringu á því af hverju þau létu hann deyja,“ segir Sandra.

Versti dagur lífsins

Sandra segir að afi sinn hafi verið einstakur maður. „Fimmtudagurinn 31. október 2019 fer seint úr minnum mér og er hingað til versti dagur lífs míns. Elsku yndislegi, litríki, lífsglaði, stórfurðulegi og mest af öllu heimsins besti afi kvaddi okkur þetta kvöld og eftir sitjum við hin svo miklu, miklu fátækari með hjörtu uppfull af söknuði, sorg og reiði. Afi var svo sannarlega einstakur maður! Ég get vottað það að allir sem þekkja okkur geta tekið undir það! Hann skreytti líf allra sem fengu þann heiður að hafa kynnst honum og allir eiga sínar einstöku minningar af honum. Hann var allra!,“ segir Sandra.

Hún segir að hann hafi einfaldlega verið einstakur. „Afi var svo miklu meira en bara afi – ég hef enga trú á því að það finnist annar svona afi þarna úti – hann var algerlega one of a kind! Við systkinin vorum einu barnabörnin hans og guð minn góður hvað hann lifði fyrir okkur frá fyrsta degi til hins síðasta. Við vorum honum allt. Hann gerði allt fyrir okkur, hann gerði allt með okkur, hann var alltaf að hugsa til okkar, hann var alltaf til staðar fyrir okkur, hann hefði fórnað öllu fyrir okkur – hann elskaði okkur meira en orð fá lýst og það skein svo sannarlega í gegn!,“ skrifar Sandra.

Ingólfur var gífurlega vel lesinn og vissi allt. „Afi náði einungis 69 ára aldri en hann var búinn að lifa lífinu á við 3 manneskjur! Það er ekkert sem hann hafði ekki séð, prófað eða gert. Hann fór alltaf sína eigin leið og gerði það sem gladdi hann – í hans huga var ekki til neitt sem heitir ”normið” og það er það sem gerði hann svo ótrúlega einstakan á allan hátt. Afi vissi allt – var ótrúlega vel lesinn maður og þú gast leitað til hans með hvað sem var, hann vissi alltaf svarið!,“ segir Sandra.

Undirmannað

Hann var nýlega fluttur á Hrafnistu þegar áfall kom. „Ég vil trúa því að afi hafi gengið sáttur frá borði en það gerum við hin svo sannarlega ekki og það er ólýsandi tilfinning að etja við. Afi hafði fyrir ekki svo löngu flutt inn á Hrafnistu í Hafnarfirði – mamma fékk símtal kl 19:00 um að afi hefði hnigið niður klukkutíma áður en að það hefði sennilega bara verið út af því að hann hefði ekkert borðað og hefði fengið aðsvif. Afi var maður sem kvartaði aldrei! En þennan sama dag hafði hann kvartað undan magaverk, sem var mjög ólíkt honum að gera. Mamma hringir strax í mig og við brunum til hans,“ segir Sandra.

Hún segir að starfsfólk hafi ítrekað haldið því fram að hann væri allur að koma til. „Þegar við komum til hans var svo deginum ljósara hvað honum leið illa en starfsfólkið fór ekki ofan af því að hann væri allur á uppleið. Við vorum alls ekki sammála því og báðum ítrekað um að fá lækni til þess að kíkja í það minnsta á hann – því var alltaf neitað. Við bentum á að hann væri ískaldur, hann var með mjög svo útþaninn kvið, eitt augað hans lafði alveg niður, hann var með kaldan svita, það kurraði í lungunum á honum og púlsinn hans fór frá 135 slögum niður í 40 slög á mínútu, hann átti erfitt með að tala og var oft með skerta meðvitund. Ekkert af þessu vakti upp áhyggjur hjá starfsfólkinu og var okkur ítrekað sagt að hafa ekki áhyggjur og við hvattar til þess að fara heim því það yrði allt í góðu með hann,“ segir Sandra.

Hún segir að starfsfólk hafi ekki fjarlægt ælufötu úr herberginu. „Þetta kvöld eins og mörg önnur var undirmannað á vaktinni og afa því lítið sem ekkert sinnt. Hann var búinn að æla á fötin sín og þær sáu sér ekki einu sinni sóma til þess að taka hann úr ælufötunum svo við mamma fórum að puðra við það að reyna að skipta um föt á honum þvi þær máttu ekki vera að þvi. Hann lág eins og krypplingur í rúminu því hann var í brotnu rúmi svo að fósturpabbi minn fór að puðra við það að reyna að laga það svo það færi betur um hann,“ segir Sandra.

Báðu ítrekað um hjálp

Hún segir að móðir sín hafi ítrekað beðið um lækni við litlar undirtektir frá starfsfólki. „Alltaf fór meira og meira að kurra í lungunum á honum og átti hann stöðugt erfiðara með að ná andanum. Mamma grátbað aftur og aftur um að fá lækni á staðinn en fékk ítrekað neitun, það var ekki metið sem svo að það þyrfti. Mamma horfði í augun á konunni og sagði að hún vonaðist innilega eftir því að þetta fólk ætti eftir að sofa vel í nótt!,“ segir Sandra.

Hún segir að móðir sín hafi á endanum í örvæntingu hlaupið um ganganna í leit að aðstoð. „Ég hélt í höndina á afa, þurrkaði svitann hans, gaf honum að drekka og spurði hann ítrekað hvernig honum liði og reyndi að rétta hann af í rúminu og gera betur um hann. Það stakk mig í hjartað að sjá hvað honum liði illa en hafði engan mátt til þess að tjá sig um það – hann horfði bara saklausum augum í augun á okkur og var farinn að átta sig á í hvað stemmdi. Þegar ástandið var síðan orðið sem verst var mamma mín farin í örvæntingu sinni að hlaupa um gangana frammi í leit að einhverri hjálp – hjálp sem aldrei kom – því jú það var allt í lagi með hann og við bara móðursjúkar,“ segir Sandra.

Að lokum lést Ingólfur því blóðið var orðið of mikið. „Við mamma stóðum frammi fyrir engu öðru en að þurfa að mæta raunveruleikanum og takast á við þær aðstæður sem við höfðum verið settar í. Mamma var við hlið hans og hélt í höndina á honum á meðan ég studdi við bakið á honum á meðan það helltist úr honum hátt í heill líter af blóði – yfir allt – við horfðum í saklausu augun hans á meðan hann reyndi af öllum lífsins krafti að ná andanum en blóðið var orðið það mikið að hann drukknaði í eigin blóði að lokum,“ segir Sandra.

Enginn skildi atburðarrásina

Hún segir það hafa verið gífurlega sárt að horfa á móður sína kveðja föður sinn. „Mamma er einkabarn! Hún barðist alein með mömmu sinni í gegnum illvígt krabbamein í 2 ár þegar mamma var einungis 27 ára og amma þá 45 ára – ég hef aldrei og mun aldrei skilja hvernig mamma komst lifandi í gegnum það. Að horfa í augun á mömmu minni þetta örlagaríka kvöld – að horfa í augun á henni grátbiðja um hjálp fyrir pabba sinn – að horfa á mömmu mína halda í höndina á pabba sínum þangað til hann tæki seinasta andardráttinn – að horfa á mömmu kveðja seinasta foreldrið sitt ekki nema 49 ára gömul – vitið þið það er tilfinning sem er ekki hægt að lýsa – það er þyngra en allt. Mamma! Þú ert HETJA! Þú ert fyrirmyndin mín og þú ert mér allt! Ég vildi óska að ég hefði getað gert eitthvað meira og ekki þurft að láta þig vera í þessum aðstæðum! Ég dáist að þér!,“ segir Sandra.

Hún segir að daginn eftir gafst þeim loksins tækifæri á að ræða við fagfólk.  „Daginn eftir þegar loksins var hægt að tala við lækna og annað starfsfólk þá skilur enginn af hverju atburðarásin var svona! Það hefði 110% átt að hringja strax á lækni og gera miklu meira en var gert – og að sitja og hlusta á það er taki þyngra. Maðurinn var að deyja í höndunum á okkur og honum var ekki einu sinni sýnd virðing við það – því það var of mikið að gera á deildinni! Við vorum settar í aðstæður sem enginn á að þurfa að upplifa! Ég er með harðsperrur í öllum skrokknum útaf öllum átökunum. Ég vona af öllu hjarta að Karma elti þetta fólk uppi!,“ segir Sandra.

Gott þrátt fyrir allt að kveðja

Hún segir að þrátt fyrir þetta hafi verið gott að vera hjá honum hans síðustu stundir. „Ég er svo ótrúlega þakklát fyrir að hafa verið hjá afa hans seinustu stund og ég veit að hann dó með sína allra nánustu haldandi í höndina á sér, umvafin ást! Það síðasta sem við ræddum saman var að við vorum að tala um að við ætluðum að fara saman í skötuveislu í desember og fá okkur viskí sjúss – það hlakkaði hann mikið til. Við mamma munum fara í skötuveisluna og skála í viskí fyrir hann!,“ segir Sandra.

Hún segir að málinu sé ekki lokið. „Ég kveð afa með milljón tárum, brotnu hjarta, vanmætti og síðast en ekki síst ótrúlega mikilli reiði, ósanngirni og vanvirðingu. Þessu máli er engan veginn lokið og mun afi verða krufinn til þess að komast að því hvað raunverulega gerðist – því ekki gleyma, hann var jú á uppleið og við áttum bara að fara heim og slaka á,“ segir Sandra.

Að lokum þakkar hún afa sínum fyrir allt. „Elsku besti fullkomnasti afi í veröldinni! Það var þvílíkur og sannur HEIÐUR að hafa verið svo heppin að geta kallað þig afa minn og haft þig með mér í gegnum allt í öll þau ár sem ég hef lifað. Ég harma það af öllu mínu hjarta hvernig þú þurftir að kveðja þennan heim og vona svo heitt og innilega að þú sért á betri stað núna. Það er þungt skarð höggið í mitt hjarta en ég bý yfir milljón minningum af þér sem ég mun aldrei gleyma! Ég elska þig afi! Takk fyrir allt!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar
Fréttir
Í gær

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work
Fréttir
Í gær

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“
Fréttir
Í gær

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“