fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Brynhildur hvetur aðra vísindamenn til að bregðast við Ernu Ýr – „Erna virðist ekki einu sinni skilja einföld náttúrulögmál“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 22. nóvember 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afneitunarsinninn Erna Ýr hefur vakið mikla athygli eftir að hún kom fram á borgarafundi um loftslagsmál á RÚV. Erna er meðal þeirra sem trúir ekki að loftslagsbreytingar séu af mannavöldum.

Brynhildur Magnúsdóttir, jarðfræðingur og háskólakennari, deilir vangaveltum sínum um hvernig eigi að bregðast við skoðunum Ernu Ýrar í Facebook-hópnum Loftslagsbreytingar – umræða og fréttir. „Það þýðir ekkert að rökræða við þennan hóp,“ segir Brynhildur en henni finnst það algjörlega ótækt að láta fámennan hóp vaða uppi með rangfærslur um ýmsa hluti.

„Erna virðist ekki einu sinni skilja einföld náttúrulögmál, en samt veður hún uppi og blaðrar og blaðrar……… og það er því miður fullt af fólki sem nennir ekkert að lesa annað en fyrirsagnir með upphrópunum, og les síðan aldrei meira en bara fyrirsögnina, jafnvel þó hún sé kjaftæði.“

Brynhildur skilur það að margir í Facebook-hópnum hafi gefist upp að skrifa athugasemdir við þær rangfærslur sem Erna Ýr og fleiri skrifa. „En getum við hin sem höfum menntað okkur, í háskólum og öðrum viðurkenndum menntastofnunum, leyft þessu að gerast?“ segir Brynhildur. Henni finnst að hópurinn þurfi að taka sig saman og leiðrétta algengar staðreyndavillur, „jafnvel þó manni finnist að maður sé að berjast við vindmyllur.“

„Það verða alltaf til vitleysingar, og það verða alltaf til þeir vitleysingar sem hlusta bara á þá sem eru alltaf að gala…. hinir verða að gala líka. Það er bara svo margt sem ofbýður manni hér á Íslandi að maður er orðin hálf dofinn og veit ekkert hvar maður á að byrja, eða hvort maður á að byrja á einhverju yfirhöfuð… en það gengur ekki til lengdar, því miður…. en hvað finnst ykkur?“

„Liklega munum við aldrei losna alveg við sértrúarhópa“

Ljóst er að er Erna Ýr á sér einhverja skoðanabræður en til marks um það má benda á að Erna Ýr fékk 1200 læk á pistil sinn um „aftökuna á RUV“. Ekki eru þó allir á sama máli um árangur þess að leiðrétta rangfærslur á alnetinu, þeir sem afneita vísindunum hafa yfirleitt ekki fyrir því að lesa leiðréttingar á máli sínu segir Hrafn nokkur við færslu Brynhildar. Hann segir að það þurfi að leysa þetta með öðrum leiðum.

„Ég leiðrétti allar slíkar fréttir sem ég sé og bendi á vísindagreinar. Oftast hefur fólkið ekki haft fyrir því að lesa þetta. Þetta mál verður hins vegar ekki leyst með slíku einstaklingsframtaki. Það þarf að kenna um loftlagsmál í skólum. Fjölmiðlar þurfa kerfisbundið að fjalla um loftlagsmál út fra þekkingu. Liklega munum við aldrei losna alveg við sértrúarhópa. Sumt fólk vill ekki láta bólusetja börnin sin. Hluti af okkar samtíð er að hópar fólks treysta ekki vísindum.“

„Ævintýralega lélegar“ heimildir

Erna Ýr vinnur sem blaðamaður á Viljanum en þar hefur hún dreift skoðunum sínum á loftslagsmálum. Erna hefur haldið því fram að vísindamenn séu alls ekki á sama máli þegar kemur að því að viðurkenna að loftslagsbreytingar séu af mannavöldum. Oft hefur verið talað um að 97% vísindamanna séu sammála um að mennirnir valdi loftslagsbreytingum en Erna vill meina að svo sé ekki.

Í frétt sem birtist á Viljanum í gær eru þessi 97 prósent „leiðrétt“ en meðal annars er grafið undan þeim heimildum sem DV notaði í frétt sinni um málið í gær. „Blaðamaður DV vísar í upplýsingar á heimasíðu Bandarísku geimferðastofnunarinnar, (NASA), um málið. Það er því kannski ekki að undra að þessi þjóðsaga fljúgi fjöllunum hærra. En NASA liggur undir ámæli fyrir að hafa ekki tekið þessar upplýsingar niður – en Samkeppnisstofnunin CEI hefur krafist þess að NASA fjarlægi þær af heimasíðunni, og úr útgefnu efni sínu, á grundvelli bandarískra laga um gæði upplýsinga. Fullyrðingin hafi „stórkostlega galla“, sem staðfestir hafi verið af gagnrýnendum,“ segir í frétt Viljans um málið en svo virðist vera sem miðillinn treysti ekki upplýsingum frá virtum vísindastofnunum í Bandaríkjunum.

Í frétt Viljans er vitnað í samkeppnisstofnunina CEI  (The Competitive Enterprise Institute) sem áreiðanlega heimild fyrir því að upplýsingar NASA séu ekki réttar. Þegar rýnt er í heimildir Viljans sést að þessi stofnun er ekki vísindastofnun heldur er hún eins konar frjálshyggjuhugveita. Þessi hugveita vinnur ekki í þágu vísindanna heldur var hún stofnuð til að stuðla að meiri frjálshyggju í samfélaginu.

Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata, er einn þeirra sem gagnrýna heimildirnar sem Viljinn notar. „Þetta er alveg ævintýralega lélegt. Einkahugveita er gerð að samkeppnisstofnun og einhverri beiðni hennar um leiðréttingu tekið sem einhverju sem hefur eitthvað vægi. Það þarf ekki einu sinni svaka vísindalæsi til að átta sig á ruglinu, bara lágmarks hefðbundið læsi,“ sagði Halldór á Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Í gær

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Í gær

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk