fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Svona er íslenska heilbrigðiskerfið – Gunnhildur grét þegar hún hringdi á spítalann – „Ég man ekki hvenær ég svaf heila nótt síðast“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. nóvember 2019 12:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnhildur Gunnarsdóttir sagði frá erfiðri reynslu sinni úr íslenska heilbrigðiskerfinu í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni, í morgun.

Gunnhildur segir að það hefði tekið mjög langan tíma fyrir lækna að komast að því hvað væri að hjá henni, en á tímabili var hún hjá sjúkraþjálfara þrisvar sinnum í viku. Að lokum hitti Gunnhildur þó lækni sem hún segir að hafi skoðað röntgen-myndirnar vel.

Læknirinn sagði henni þá að vandamálið væri í beinunum, sem enginn hafði bent á áður. Nú hefur Gunnhildur komist að því að hún þarf að fara í mjaðmaskiptiaaðgerð á báðum mjöðmum. Hins vegar er biðtíminn í aðgerðina ansi langur, en henni var sagt að bíða í nokkra mánuði.

„Næstu mánuðir, hvað þýðir það? Eru það tveir mánuðir eða tíu mánuðir? Þannig að ég hringi á sjúkrahúsið. Ég fór bara að grenja og það var bara ósjálfrátt. Mig verkjar allan daginn. Ég meina, hvað þýðir þetta?“

„Ég er loksins komin með einhverja lausn, en núna þarf ég bara að bíða og bíða og bíða,“

Gunnhildur lýsti einnig verkjunum sem hún finnur fyrir og hvernig þeir hamla henni

„Ég man ekki hvenær ég svaf heila nótt síðast. Ég vakna hverja einustu nótt útaf verkjum. Það er bara þannig, ekki einu sinni heldur nokkrum sinnum.“

Gunnhildur sagði einnig frá því er hún fór með börnum sínum að sníkja nammi á hrekkjavökunni. Sú ferð endaði ekki vel, því svo fór að hún þurfti að fá móður vina barna sinna til að skutla sér heim vegna verkja. „Ef ég er mjög þreytt þá get ég ekki labbað,“ segir Gunnhildur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala