fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Halldór sýnir hvernig 2,3 milljóna króna hugmynd í Betri Reykjavík endaði: „Eru verktakar bara að fífla sveitarfélagið?“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 23. október 2019 13:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Betri Reykjavík, samráðsverkefni Reykjavíkurborgar og Reykvíkinga, endar greinilega ekki alltaf vel ef marka má tíst frá Halldóri Gröndal lögmanni.

Halldór vekur athygli á hugmynd sem kosin var af íbúum Grafarvogs en hugmyndin var sú að útbúa útilíkamsrækt. Þessi útilíkamsrækt átti svo að nýtast hjólafólki, hlaupafólki og öðrum en upp átti að setja tæki þar sem fólk gat unnið með eigin þyngd.

Halldór bendir á það í tístinu sínu að eigandi hugmyndarinnar hafi veirð innan handar en þó hafi ekki verið hlustað á hann. Einnig segir hann Reykjavíkurborg hafa tekið lægsta boðinu frekar en því næst lægsta.

Halldór heldur áfram að tala um svæðið á Twitter og ávarpar síðan Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur, 2018 formann svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins. Halldór spyr hana hvort henni finnist þetta vera góð framkvæmd á hugmyndinni og hvort þetta sé í samræmi við útboðsgögn.

„Eða eru verktakar bara að fífla sveitarfélagið?“

Hann segir tækin, undirlagið, fráganginn og röngu staðsetninguna ekki bara vera langt frá hugmyndinni heldur sé þetta einnig í ósamræmi við verkhönnun.

Svæðið er einnig gagnrýnt í Facebook-hópnum Íbúar í Grafarvogi. Þorsteinn nokkur vakti athygli á málinu í Facebook-hópnum en það var Þorsteinn sem átti hugmyndina að þessu útisvæði.

„Eru fleiri búnir að lenda i því sem hafa fengið hugmyndir sínar samþykktar að lokaniðurstaðan sé all langt frá hugmyndinni. Hugmynd mín um líkamsræktartæki var leyst svona eins og fyrsta myndin að neðan sýnir. Þessi tæki eiga flest heima inn á leikskólalóð. Fulltrúar borgarinnar höfðu samband við mig og báðu um álit á heppilegri staðsetningu en það var svo ekki tekið til greina. Endanleg staðsetning er svo í talsverðum halla, í grasbala við lóðarmörk múrsteinshússins sem sést á myndinni. Það er mín tilfinning að hér sé verið að sóa fé vegna þess að ódýrasta leiðin er farin en aðrir, litlu dýrari og betri kostir hundsaðir“

Hér fyrir neðan má sjá mynd af vefsíðu Reykjavíkurborgar en það er fyrirtækið Verkís sem sá um verkhönnunina. Eins og sjá má á myndinni er afar mikill munur á teikningunni og lokaniðurstöðunni á útilíkamsræktarsvæðinu.

Uppfært 24 október klukkan 09:30:

Áður stóð í fyrirsögn fréttarinnar að hugmyndin hafi kostað 24 milljónir en raunin var sú að hún kostaði rúmlega 2 milljónir. Þessar 24 milljónir voru fyrir 8 hugmyndir en ekki bara þessa einu hugmynd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst