fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Ný hagspá ASÍ: Skammvinnt samdráttarskeið fram undan

Ritstjórn DV
Föstudaginn 18. október 2019 11:45

Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsframleiðsla dregst saman um 0,3 prósent á þessu ári en fari hægt vaxandi aftur á næsta ári. Þetta er samkvæmt nýrri hagspá ASÍ sem birt var í dag.

Efnahagslífið hægir nú á sér eftir átta ára samfellt hagvaxtarskeið en samdráttur í landsframleiðslu á þessu ári skýrist bæði af verulegum samdrætti í útflutningi og minni þjóðarútgjöldum. Framundan er því skammvinnt samdráttarskeið.

„Raungerist spá ASÍ má búast við hægum vexti á næsta ári, 0,6%, en að umsvif í hagkerfinu fari vaxandi á árinu 2021 og þá verði hagvöxtur 2,3%,“ segir í tilkynningu sem ASÍ sendi frá sér.

Þá segir að aðlögun hagkerfisins hafi verið viðbúin en gjaldþrot WOW air í mars hafi markað skarpari skil í efnahagsþróunina þótt afleiðingarnar hafi verið minni en óttast var í fyrstu. Geta heimila og fyrirtækja til að takast á við stöðuna nú sé hins vegar almennt betri en í síðustu niðursveiflu og sama megi segja um getu stjórnvalda og Seðlabankans til að bregðast við.

„Horfur á vinnumarkaði hafa versnað eftir því sem liðið hefur á árið 2019 og útlit fyrir að svo verði áfram. Um sjö þúsund manns eru nú án atvinnu samkvæmt skráningu Vinnumálastofnunar og hefur þeim fjölgað um ríflega 2.500 frá sama tíma í fyrra.

Staðreyndin er sú að þeir hópar sem skildir voru eftir í uppsveiflu síðustu ára, m.a. vegna mismununar á húsnæðismarkaði, eru þeir sömu og eiga í mestri hættu á að missa atvinnuna í niðursveiflu og verða illa fyrir barðinu á umbreytingum á vinnumarkaði. Aðgerðir til að tryggja að umskiptin gerist á forsendum launafólks með jöfnuði og réttlæti að leiðarljósi eru þess vegna ekki viðfangsefni framtíðarinnar heldur meðal mikilvægustu verkefna dagsins í dag.“

Hægt er að sjá hagspá ASÍ í heild sinni á heimasíðu sambandsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Í gær

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“
Fréttir
Í gær

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“
Fréttir
Í gær

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“