fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Erna Ýr biðst afsökunar – „Mér rann kapp í kinn“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 17. október 2019 12:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV greindi í gær frá  úlfúð sem spratt upp á Twitter vegna orðalags Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Hún var gagnrýnd fyrir karllægt orðalag en María Lilja Þrastardóttir var ein þeirra sem gagnrýndi hana. María sagði það vera í lagi að gagnrýna konur og á sama tíma vera femínisti.

„Áslaug Arna er ekki útlensk, fátæk eða úr blokk í fellunum. Hún er hámenntuð rík Garðabæjarmær og DÓMSMÁLARÁÐHERRA. Ég held að færri manneskjur njóti meiri forréttinda í heiminum. Hún er á toppnum og þarf engan hlífðarskjöld frá pöpulnum,“ skrifaði María Lilja.

DV birti í dag frétt vegna ummæla Ernu Ýrar Öldudóttur, blaðamanns Viljans, við færslu Maríu en ókurteisi Ernu vakti athygli netverja. „Hún þarf samt að vinna og bera ábyrgð sem er meira en þú getur gortað þig af tussan þín,“ skrifaði Erna. Ummælin hafa síðan verið endurbirt á Twitter og gagnrýnd en Haukur Bragason vakti athygli á því að Erna kalli oft eftir kurteisi annarra en leyfir sjálfri sér að tala svona. „Gilda kröfur þínar um mannasiði og kurteisi bara um alla aðra en þig?“ skrifaði Haukur og birti sjáskot af þremur mismunandi skiptum þar sem hún kallaði eftir mannasiðum.

Nú virðist sem Erna Ýr hafi fengið tiltal vegna ummælanna en hún birti afsökunarbeiðni á Twitter í kjölfar fréttarinnar sem DV skrifaði.

„Mér rann kapp í kinn í umræðunni í gær og biðst velvirðingar á óvönduðu orðalagi. Skal taka mig á og gera betur. Kær kveðja, Erna Ýr Öldudóttir“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi