fbpx
Þriðjudagur 29.september 2020
Fréttir

Vilja fella niður tolla af blómum – Segja innlenda blómaframleiðendur ekki anna eftirspurn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 14. október 2019 16:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félag atvinnurekenda og 25 blómabúðir, þar á meðal Blómaval og Garðheimar, hafa skorað á stjórnvöld að fella niður eða lækka t0lla á innfluttum blómum. Benda þessir aðilar á að innlendir blómaframleiðendur anni ekki eftirspurn. Til dæmis hafi verið skortur á túlipönum á verslunum fyrir síðustu jól og verðið hátt. Háir tollar margfaldi verð á innfluttum blómum og nái ekki fram þeim ætlaða tilgangi að vernda innlenda blómaframleiðslu.

Fjallað er um málið á heimasíðu Félags atvinnurekenda og þar segir meðal annars:

„Það er samdóma álit jafnt innflytjenda sem smásala á blómum, sem Félag atvinnurekenda hefur leitað upplýsinga hjá, að innlend framleiðsla á afskornum blómum anni engan veginn eftirspurn. Fáar tegundir eru ræktaðar á Íslandi í samanburði við það mikla úrval sem er í boði á heimsmarkaði og reglulega vantar blóm af þeim tegundum, þannig að blómaverslanir fá lítið eða jafnvel ekkert af því sem þær panta frá framleiðendum. Fyrir flesta stóra „blómadaga“, til dæmis mæðradag, konudag og Valentínusardag, fá blómabúðir minna af blómum en þær vilja. Þetta væri ekki vandamál ef innflutningur væri frjáls, en ofurtollar setja strik í reikninginn. Núverandi ástand kemur því bæði niður á verði og úrvali.

Eina hugsunin að baki tollum á blóm getur verið sú að vernda innlenda framleiðslu fyrir samkeppni. Háir tollar eru hins vegar á mörgum tegundum blóma, burtséð frá því hvort einhver innlend framleiðsla er á þeim. Nefna má aftur dæmið um fresíur, sem ekki eru ræktaðar á Íslandi. Nellikur eru ekki ræktaðar hér á landi en bera engu að síður 48 króna stykkjatoll á tímabilinu 1. maí til 30. nóvember. Hvaða rök liggja þar að baki? er spurt í bréfi FA.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Anna Valdís segir að staðan sé mjög slæm – „Við bara hræðumst þetta allt saman“

Anna Valdís segir að staðan sé mjög slæm – „Við bara hræðumst þetta allt saman“
Fréttir
Í gær

Kona látin afklæðast á Keflavíkurflugvelli – Haldið í 10 tíma af lögreglu að ósekju

Kona látin afklæðast á Keflavíkurflugvelli – Haldið í 10 tíma af lögreglu að ósekju
Fréttir
Í gær

Á ferð í miðborginni með stórt sverð og þrjár ferðatöskur

Á ferð í miðborginni með stórt sverð og þrjár ferðatöskur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Átök við Dominos Skeifunni – Sauð upp úr á milli pizzusendils og manns á rafhlaupahjóli

Átök við Dominos Skeifunni – Sauð upp úr á milli pizzusendils og manns á rafhlaupahjóli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásakanir um einelti og andlegt ofbeldi í Krýsuvík – „Manni leið eins og skít og hann fór létt með að brjóta mig niður“

Ásakanir um einelti og andlegt ofbeldi í Krýsuvík – „Manni leið eins og skít og hann fór létt með að brjóta mig niður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón vill nýja nálgun á COVID – „Það er ekki hægt að slökkva á samfélagi“

Jón vill nýja nálgun á COVID – „Það er ekki hægt að slökkva á samfélagi“