fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Heimilisleysi á Íslandi: „Þannig dó minn sonur. Hann sá ekkert ljós, enga lausn í sigtinu“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 13. október 2019 10:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gurra Hauksdóttir Schmidt missti son sinn, Þorbjörn Hauk Liljarsson síðasta haust. Þorbjörn hafði verið á götunni um árabil og tapaði lífi sínu vegna þess. Gurra gerðist í kjölfarið ötul baráttukona fyrir heimilislausum á Íslandi. Hún stofnaði samtökin Öruggt skjól sem meðal annar hefur staðið fyrir byggingu minningarveggs þar sem aflögufærir geta skilið eftir hlýjan fatnað eða hvað eina annað sem heimilislausir gætu þarfnast. Hún hefur einnig gagnrýnt stöðu heimilislausra á landinu og aðgerðarleysi yfirvalda í málaflokknum.

Gurra telur mest aðkallandi í málaflokknum í dag að komið verði á fót fleiri meðferðarúrræðum. „Þau eru alltof fá og einhæf. Fólk er að bíða í marga mánuði jafnvel upp í ár að komast inn á vog sem nær ekki nokkurri átt. Einnig er aðkallandi að fá ð setja niður þessi 25 smáhýsi sem borgin á og eru tilbúin,“ segir Gurra í samtali við DV.

„Það eru hlutir að gerast núna hjá borginni og jafnvel ríkinu sem við skulum vera þakklát fyrir en auðvitað þurfti að gera þetta fyrir mörgum árum. Ríkið hefur ekki verið að standa sig í meðferðarúrræðum og þar er langt í land.“

Aðspurð telur Gurra líklegt að sú fjölgun sem hefur orðið á heimilislausum á Íslandi eigi sér margþættar aðstæður. „Bæði það að fólk er að byrja í neyslu mun fyrr en áður og svo einstaklingar með ADHD og jafnvel á einhverfurófi. Þarna eru ekki næg úrræði sem hjálpa og fyrir vikið leita margir þessara einstaklinga í neysluna til að líða betur. Það eru fá úrræði svo fólkinu fjölgar á götunni.“

Gurra segir það ótrúlega sorglegt að hugsa til þess að fólk sé að tapa lífi sínu úti á götunni

„Eitt af því sorglegasta sem ég veitt er að einstaklingar á götunni deyi vegna úrræðaleysis. Þannig dó minn sonur. Hann sé ekkert ljós, enga lausn í sigtinu. Það er þyngra en tárum taki að horfa á eftir barninu sínu þessa leið og þurfa svo að jarða það vegna þátttökuleysis yfirvalda. Þessi hópur hefur ekki haft neina rödd fyrr en núna.“

Hvað getur almenningur gert ? 

Gurra segir að almenningur geti komið sterkt inn í málaflokkinn. Til dæmis með því að bjóða smáhýsi borgarinnar velkominn í sitt hverfi. „Það getur varla snúið hverfinu við vegna erfiðleika, en myndi jafnvel bjarga lífi viðkomandi einstaklings sem fengi smáhúsið.“

Minningarveggur um son hennar stendur í Mæðragarðinum við Lækjargötu og hefur það verkefni gengið vonum framar.

„Við þurfum bara að byggja yfir hann. Ef einhver þarna úti er tilbúinn að taka það að sér þá værum við mjög þakklát.“

Gurra segir almenning einnig geta lagt lið með því að taka eftir þeim einstaklingum sem eiga hvergi heima.

„Það er eitt sem almenningur getur gert til að gefa hlýju. Það er að setjast í smá stund niður og spjalla við fólkið okkar á götunni. Þetta er fólk eins og við sem þarf góða nærveru, spjall og að einhver gefi sig að þeim. Þau eru óhamingjusöm, döpur og einmana. Við sjáum gleði í augum þess einstaklings sem þú vekur þer að. Eitt lítið faðmlag getur breytt myrkum degi í ljós“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Í gær

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku
Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu