Fimmtudagur 21.nóvember 2019
Fréttir

Már segir Costco komið til að vera: „Þetta er brjálæðisleg velta“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 10. október 2019 10:28

Starfsmenn Costco hafa kveðið upp sinn dóm.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Costco er komið til að vera á Íslandi, segir Már Wolfgang Mixa, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, í samtali við Viðskiptablaðið í dag. Blaðið fjallar um afkomu Costco en samkvæmt nýbirtum ársreikningi Costco á Íslandi velti fyrirtækið 21,2 milljörðum króna á síðasta rekstrarári, frá 1. september 2017 til 31. ágúst 2018.

„Þetta er brjálæðisleg velta,“ segir Már sem bætir við að áhugavert verði að sjá afkomuna á næsta rekstrarári. „Það kæmi mér á óvart ef þeir væru ekki komnir með rekstrarhagnað,“ segir hann en á síðasta rekstarári skilaði Costco 316 milljóna króna rekstarhagnaði fyrir afskriftir og fjármagnsliði en 47 milljóna tapi að teknu tillite til afskrifta.

Þá er bent á það að handbært fé Costco hafi verið 1,8 milljarðar króna í lok síðasta rekstrarárs, en það nemur 8 prósentum af sölutekjum sem er fremur mikið. Már segir við Viðskiptablaðið að nærtækasta skýringin á þessu sé sú að Costco hafi viljað hafa digran varasjóð til að geta tekist á við óvænta atburði eða ef áætlanir félagsins hér á landi gengju ekki eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Íslandsbanki segir upp 20 manns

Íslandsbanki segir upp 20 manns
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fáklæddir menn spúðu eldi á Suðurnesjum

Fáklæddir menn spúðu eldi á Suðurnesjum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fóru um Breiðholtið og Árbæ og stálu símum af unglingum

Fóru um Breiðholtið og Árbæ og stálu símum af unglingum
Fréttir
Í gær

Hjólað í Ernu Ýr eftir borgarafundinn – „Strax farin að ljúga“

Hjólað í Ernu Ýr eftir borgarafundinn – „Strax farin að ljúga“
Fréttir
Í gær

Staðnir að verki í innbroti

Staðnir að verki í innbroti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar grilla Þorstein Má og Samherja: Gott grín af alnetinu

Íslendingar grilla Þorstein Má og Samherja: Gott grín af alnetinu