fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Stöðvaður á Reykjanesbraut og á von á 240 þúsund króna sekt

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. september 2019 11:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ökumaður sem gómaður var á Reykjanesbraut af lögreglunni á Suðurnesjum á dögunum á von á 240 þúsund króna sekt og sviptingu ökuréttinda í þrjá mánuði. Bifreið mannsins mældist á 165 kílómetra hraða en þarna er 90 kílómetra hámarkshraði.

Alls hafa um 30 ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akstur í vikunni í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum en umræddur ökumaður hér að ofan ók hraðast þeirra. Þá segir lögregla að óvenju margir ökumenn hafi verið staðnir að því að leggja bifreiðum sínum ólöglega eða að virða ekki stöðvunarskyldu.

Í skeyti frá lögreglu segir einnig af ungum pilti sem stöðvaður var á bifhjóli á Njarðvíkurbraut í fyrradag. Hann reyndist ekki hafa ökuréttindi á hjólið og þar sem hann var ekki orðinn 18 ára var forráðamönnum og barnavernd gert viðvart um málið. Þetta var í annað sinn sem lögregla hafði afskipti af piltinum af þessum sökum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Í gær

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“