fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Stjórnarformaður Heilsuhælisins með 1,2 milljónir á mánuði – Forstjórinn látinn hætta fyrirvaralaust

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 7. júlí 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnlaugur K. Jónsson, forseti NLFÍ og Heilsustofnunar í Hveragerði (áður nefnt Heilsuhælið í Hveragerði) var árið 2018 með 1,2 milljónir króna á mánuði fyrir störf sín hjá stofnuninni. Þessar tekjur hafði hann ofan á fast starf sitt sem aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í úttekt Stundarinnar á nokkrum málum stofnunarinnar. Kemur fram að tekjur Gunnlaugs af störfum fyrir NLFÍ tvöfölduðust milli ára. Er um að ræða laun fyrir stjórnarsetu og síðan sérverkefni.

Nokkur atriði í umfjöllun Stundarinnar vekja athygli og spurningar. Til dæmis það að enginn starfandi geðlæknir er núna hjá stofnuninni en samt er geðendurhæfing eitt af þeim verkefnum sem getið er um í nýjum 875 milljóna króna samningi hennar við Sjúkratryggingar Íslands.

Aðalefni greinarinnar er skyndileg brottvikning forstjóra stofnunarinnar í vor, Haraldar Erlendssonar, en hann var kallaður fyrirvaralaust á fund og látinn skrifa undir starfslokasamning. Forstjórinn var talinn ekki deila sömu framtíðarsýn og stjórnarformaðuinn og forseti NLFÍ, Gunnlaugur. Félagið var stofnað árið 1955 á grunni náttúrulækninga en hefur farið út á svið hefðbundinna lækninga á seinni áratugum. Sagt er að Gunnlaugur og þeir sem með völdin fara í félaginu vilji leggja áherslu á heilsuhótel og heilsulindir (spa). Ljóst er þó að hefðbundnar lækningar eru grundvöllur samninga við Sjúkratryggingar Íslands sem nema hátt í milljarði á ári. Ekki virðist liggja fyrir skýr framtíðarstefna félagsins.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga