fbpx
Laugardagur 15.ágúst 2020
Fréttir

„Karlar sem kalla fyrrverandi konur sínar geðveikar á opinberum vettvangi er það sem við köllum RAUTT LJÓS“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 15. júní 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Að ásaka móður um tálmun í gegnum fjölmiðla, að kalla hana geðveika og væna hana um falskar ásakanir, er ekki að benda á ofbeldi gegn barni. Það ER ofbeldi gegn barni,“ skrifar baráttukonan Elísabet Ýr Atladóttir í pistli á Facebook.

Pistilinn skrifar hún í kjölfar fréttar Stöðvar 2 þar sem faðir lýsti meintri tálmun barnsmóður sinnar, en Elísabet telur slíkar yfirlýsingar á opinberum vettvangi fela í sér ofbeldi gegn móður og ofbeldi gegn barni.

Sjá einnig: Stöð 2 harðlega gagnrýnd fyrir umfjöllun um tálmunarmál. 

Elísabet segir að í tálmunarmálum séu börnin svo sannalega fórnalömbin, en ekki vegna tálmuninnar, heldur vegna hins foreldrisins sem gengur freklega fram til að ná stjórn á lífi barns síns, án þess að taka tillit til hvað barninu sé fyrir bestu.

„Tálmunarmál snýst um frekju og yfirgang annars foreldris, og ólíkt vinsælli mýtu þá er það langoftast ekki foreldrið sem „tálmar“ sem sýnir þá takta.“

Börnum skipti mun meira máli að búa við umhyggju og stöðugleika heldur en að njóta samvista við báða foreldra.  Í tálmunarmálum sé farið með börn eins og hluti og þau í raun gerð að: „skiptimynt fyrir vald og stjórn fólks sem hefur ekkert annað en eigin sjálfselsku að leiðarljósi.“

Í því að saka móður opinberlega um tálmun og kalla hana geðveika felst raunverulega ofbeldið.

„Að ásaka móður um tálmun í gegnum fjölmiðla að kalla hana geðveika og væna hana um ásakanir, er ekki að benda á ofbeldi gegn barni. Það ER ofbeldi gegn barni. Það ER ofbeldi gegn móðurinni, sem getur ekki svarað slíku án þess að eiga í hættu að það komi enn verr niður á barninu.“

Í umræðunni um tálmunarmál sýnist Elísabetu að svonefndir andstæðingar rétttrúnaðar og góða fólksins, snúi baki við eigin hugmyndafræði. Í þessari umræðu heyrist ekki yfirlýsingar um sakleysi uns sekt sé sönnuð, engar yfirlýsingar um að aðeins liggi fyrir ein hlið í fjölhliða máli.

Og Elísabet spyr sjálfa sig hvort skýringin á því geti verið það einföld að það sé vegna þess að í þessum tiltekna málaflokki séu það karlmenn sem stígi fram í fjölmiðlum með ósannaðar ásakanir gegn móður. Þetta sé gömul saga og ný. Karlmenn njóta vafans, en konur eru kallaðar lygarar.  „Lygin er kvenkyns, sannleikurinn er karlkyns. Sakleysið er karlkyns, sektin er kvenkyns. „

„Er „sakleysi“ orð sem er einungis nothæft fyrir karla sem hafa beitt ofbeldi og þurfa að svara fyrir það? Hvenær fá konur, mæður að njóta vafans ? Sagan er endalaus og hún er ítrekað eins, munstrið er skýrt. Karlar sem beita ofbeldi skulu njóta vafans, konur sem segja frá ofbeldi hljóta að vera að ljúga.“

Umræða um tálmunarmál sé einfaldlega ekki umræða um réttindi barna.

„Því hver græðir á því að líf og tilvera barns verður að átökum og vígvelli? Ekki barnið. Svo sannarlega ekki barnið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Hversu mörg mannslíf munu sóttvarnaraðgerðir og dýpkun efnahagslægðarinnar sem þær valda kosta?“

„Hversu mörg mannslíf munu sóttvarnaraðgerðir og dýpkun efnahagslægðarinnar sem þær valda kosta?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Samherja stunda hryðju­verka­starf­semi og stríðs­rekstur fyr­ir­tæk­ja – „Hræði­lega illa fram­kvæmda áróð­urs­her­ferð“

Segir Samherja stunda hryðju­verka­starf­semi og stríðs­rekstur fyr­ir­tæk­ja – „Hræði­lega illa fram­kvæmda áróð­urs­her­ferð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Breyttar sóttvarnareglur á föstudag: Fótboltinn getur byrjað aftur og 1 metra regla í skólum

Breyttar sóttvarnareglur á föstudag: Fótboltinn getur byrjað aftur og 1 metra regla í skólum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári hissa að Ólafur hafi ekki haldið því fram að Íslensk erfðagreining hafi búið til COVID-19

Kári hissa að Ólafur hafi ekki haldið því fram að Íslensk erfðagreining hafi búið til COVID-19
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskur sálfræðingur harðlega gagnrýndur fyrir greinaskrif á Vísi – „Níð gagnvart trans fólki og jaðrar við hatursorðræðu“

Íslenskur sálfræðingur harðlega gagnrýndur fyrir greinaskrif á Vísi – „Níð gagnvart trans fólki og jaðrar við hatursorðræðu“