fbpx
Föstudagur 14.ágúst 2020
Fréttir

Stöð 2 harðlega gagnrýnd fyrir umfjöllun um tálmunarmál: „Lærðuð þið ekkert af viðtalinu við Ólaf Hand?“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 13. júní 2019 16:30

Skjáskot úr þættinum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Lærðuð þið ekkert af viðtalinu við Ólaf Hand, sem kom í svipað einhliða viðtal um meinta tálmun en hefur síðan verið dæmdur fyrir gróft ofbeldi gegn barnsmóður?“ segir áhorfandi að þættinum Ísland í dag frá miðvikudagskvöldinu en þar var sýnt viðtal við hjónin Ægi og Árný. Þau segjast ekki hafa fengið að sjá son Ægis í marga mánuði auk þess sem Ægir sakar barnsmóður sína um mikla vanrækslu á barninu.

Heitar umræður eru á Facebook-síðu þáttarins þar sem margir eru ekki sáttir við efnisvalið og framsetninguna. Áhorfandinn vísar til máls Ólafs W Hand sem var í löngu viðtali við Ísland í dag árið 2017 um meinta tálmun á umgengni við dóttur sína. Síðar var Ólafur dæmdur fyrir ofbeldi gegn barnsmóður sinni auk þess sem kom fram að ásakanir um umgengnistálmanir voru umdeilanlegar.

Áðurnefndur áhorfandi skrifar jafnframt:

„Ef þau eru í forsjármáli, þá vinnst það fyrir dómstólum en ekki í fjölmiðlum. Þetta viðtal var óþarfi og getur skaðað barnið til langframa. Stöð 2 ætti að skoða eigin siðareglur og leiðbeiningar Umboðsmanns barna um rétt barna til einkalífs.“

Annar áhorfandi skrifar:

„Ég skil ekki hvernig þið hjá Stöð tvö gátuð fengið það af ykkur að birta þetta viðtal. Það er gróft ofbeldi gagnvart umræddu barni að þessu fólki hafi gefist þarna platform til að segja ógeðslega hluti um móðurina. Ég skil ekki hvað ykkur gengur til með þessu og er bæði reið og sár fyrir hönd barns og móður.“

Alls er um 50 ummæli undir færslu Íslands í dag um þáttinn og skiptar skoðanir þó að mikið beri á harðri gagnrýni á þáttinn. Meðal þeirra sem leggja orð í belg er Helga Dögg Sverrisdóttir, sem mjög hefur beitt sér í umræðu um tálmunarmál og birt um þau margar greinar. Hún skrifar:

„Takk Sindri fyrir góða umfjöllun. Vona að þú segir fleiri sögur af sama meiði, nóg er af þeim. Vandamál sem vekja þarf athygli á því stjórnsýslan bregst börnunum sem búa við þessar aðstæður. Dómskerfið þarf líka að endurskoða verkferla í tengslum við málaflokkinn.“

Tekið skal fram að Stöð 2 birti ekki nafn eða andlit umrædds barns í umfjölluninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Í gær

Icelandair sniðgekk 70 flugfreyjur – Sögusagnir um flugumenn Icelandair innan FFÍ

Icelandair sniðgekk 70 flugfreyjur – Sögusagnir um flugumenn Icelandair innan FFÍ
Fréttir
Í gær

Andlitsgrímur ódýrastar í Costco og Krambúðinni

Andlitsgrímur ódýrastar í Costco og Krambúðinni
Fréttir
Í gær

Segir Samherja stunda hryðju­verka­starf­semi og stríðs­rekstur fyr­ir­tæk­ja – „Hræði­lega illa fram­kvæmda áróð­urs­her­ferð“

Segir Samherja stunda hryðju­verka­starf­semi og stríðs­rekstur fyr­ir­tæk­ja – „Hræði­lega illa fram­kvæmda áróð­urs­her­ferð“
Fréttir
Í gær

Breyttar sóttvarnareglur á föstudag: Fótboltinn getur byrjað aftur og 1 metra regla í skólum

Breyttar sóttvarnareglur á föstudag: Fótboltinn getur byrjað aftur og 1 metra regla í skólum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur brennuvargur áfram í gæsluvarðhaldi – Lögreglan segir hætta á að maðurinn flýi land

Meintur brennuvargur áfram í gæsluvarðhaldi – Lögreglan segir hætta á að maðurinn flýi land
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víðir segir engan fót fyrir orðrómi um að virkt smit hafi verið rakið til vændiskonu

Víðir segir engan fót fyrir orðrómi um að virkt smit hafi verið rakið til vændiskonu