fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

Hallbjörn selur Kántrýbæ

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 20. júlí 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fasteignasala Reykjavíkur er nú með í einkasölu Hólanesveg 11, Skagaströnd, sem er bjálkahús, fullbúið veitingahús sem er nærri 400 fermetrar á tveimur hæðum. Hluti hússins er frá 1945, en nýrri hlutinn frá 1998.

Fasteignin er eins og glöggir átta sig á hinn landsfrægi Kántrýbær, sem söngvarinn Hallbjörn Hjartarson hefur ávallt verið kenndur við. Þinglýstur eigandi eignarinnar er Villta vestrið ehf. sem er samkvæmt skráningu í hlutafélagaskrá að fullu í eigu Hallbjörns.

Frægðarsól Hallbjörns skein skærast á níunda áratug síðustu aldar. Þá var hann íslenski kúrekinn sem rak veitingahús og hróður hans barst um víða veröld, auk þess sem Kántrýhátíð á Skagaströnd sló í gegn.

Frægðarsólin gekk til viðar í febrúar 2015 þegar Hæstiréttur staðfesti þriggja ára dóm yfir Hallbirni fyrir grófa misnotkun á að minnsta kosti tveimur drengjum. Sökum aldurs, en hann er 83 ára á þessu ári, var Hallbjörn talinn of ellihrumur fyrir fangelsi og þurfti ekki að sitja af sér dóminn.

Kántrýbær er tákn um fyrri frægð og betri tíma og nú er kjörið fyrir einhvern nýjan að taka við rekstri hússins og byggja orðspor þess á staðnum sjálfum, en ekki gjörðum núverandi eiganda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

CIA með nýtt „vopn“ – Reyna að lokka Kínverja til að snúa baki við Xi Jinping – Myndband

CIA með nýtt „vopn“ – Reyna að lokka Kínverja til að snúa baki við Xi Jinping – Myndband
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sviðsmynd rússneskrar árásar á NATÓ vekur mikla athygli – „Ég vil ekki eiga þriðju heimsstyrjöldina á hættu vegna lítils bæjar í Eistlandi“

Sviðsmynd rússneskrar árásar á NATÓ vekur mikla athygli – „Ég vil ekki eiga þriðju heimsstyrjöldina á hættu vegna lítils bæjar í Eistlandi“
Fréttir
Í gær

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 
Fréttir
Í gær

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni