fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Tvær sprengjur sprengdar í Uppsölum í Svíþjóð

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. apríl 2018 05:01

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær sprengjur voru sprengdar í Uppsölum í Svíþjóð í gærkvöldi og fyrrakvöld. Einn maður slasaðist lítillega og töluvert eignatjón hlaust af. Önnur sprengjan var svo öflug að íbúar í stórum hluta Uppsala heyrðu þegar hún sprakk um klukkan 23.30 í gærkvöldi. Lögreglan vinnur að rannsókn málanna en veit ekki hver eða hverjir stóðu á bak við sprengingarnar.

Í gærkvöldi sprakk sprengja í ruslageymslu við verlsun á Kvarntorget. Hótel, sem stendur við torgið, skemmdist einnig í sprengingunni. Lögreglan rannsakar málið sem morðtilraun og ógn við almannaöryggi. Aftonbladet segir að sprengjusérfræðingar lögreglunnar hafi komið á vettvang og leitað að fleiri sprengjum.

Talsmaður slökkviliðsins sagði að maður hafi verið fluttur á sjúkrahús eftir sprenginguna en hann var við hótelið og varð fyrir minniháttar meiðslum af völdum glerbrota sem rigndi yfir hann.

Á mánudagskvöldið sprakk sprengja við húsnæði félagsþjónustunnar í Gottsunda. Enginn meiddist og eignatjón var lítið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst