fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

„Segðu yfirmanninum þínum frá“ – Hljóðupptaka bendir til þess að krónprinsinn hafi fyrirskiptað morðið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 13. nóvember 2018 13:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hljóðupptaka hefur komið fram sem bendir til þess að Mohammad bin Salman, krónprins Sádí-Arabíu, hafi fyrirskipað morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi í síðasta mánuði. Khashoggi hvarf eftir að hafa farið inn í húsakynni ræðismanns Sádí-Arabíu í Tyrklandi. Ýmist er talið að hann hafi verið pyntaður og aflimaður til dauða eða að lík hans hafi verið sundurlimað eftir morðið.

New York Times greinir frá þessu. Í fréttinni kemur fram að forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar, C.I.A., Gina Haspel, hafi hlýtt á hljóðupptökuna í síðasta mánuði. Hljóðupptakan er af símtali þar sem einn af ódæðismönnunum, Maher Abdulaziz Mutreb, segir við viðmælanda sinn: „Segðu yfirmanninum þínum frá“ – Tell your boss. Tyrkneska leyniþjónustan komst yfir upptökuna og deildi henni með bandarísku leyniþjónustunni.

Upptakan er talin vera besta sönnunargagnið hingað til sem bendlar krónprinsinn við morðið. Ekki kemur þó fram með óyggjandi hætti að hinn umræddi „yfirmaður“ í upptökunni sé Mohammad bin Salman. Tyrkneskir leyniþjónustumenn hafa skýrt Bandaríkjamönnum frá því að þeir telji að Mutreb hafi hringt í einn af aðstoðarmönnum krónprinsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“