Þriðjudagur 18.febrúar 2020
Fréttir

DV vinsælt hjá vændiskonum

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 20. október 2018 21:00

Vændiskonur í Reykjavík Dyggir kaupendur DV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vændiskonur birta myndir af sér með helgarblað DV í auglýsingum sínum. Gera þær þetta til að staðfesta að þær séu á landinu.

Á heimasíðunni City of Love auglýsa vændiskonur þjónustu sína, verð og birta myndir af sér í kynæsandi stellingum. DV fjallaði ítarlega um vændismarkaðinn fyrir skemmstu og komst að því að algengt verð á þjónustunni væri um 25 þúsund krónur fyrir hálftímann og 35 þúsund fyrir klukkutímann.

Vændiskonurnar eru flestar frá Austur Evrópu og hafa þær stutta viðdvöl hér á landi í hvert skipti. Gista þá gjarnan í leiguíbúðum miðsvæðis í Reykjavík, til dæmis Airbnb íbúðum.

Sama aðferð og mannræningjar nota

Margar vændiskvennanna taka myndir af sér með nýlegum dagblöðum og birta á síðunni. Gera þær þetta til þess að sanna að þær hafi verið á landinu á þeim tíma sem myndin var tekin. Þessi aðferð er ekki ný af nálinni og hefur til dæmis verið notuð af mannræningjum til þess að sýna fram á að gísl sé í þeirra haldi.

Vændiskonurnar nota ýmis dagblöð brúksins en notkun DV hefur aukist að undanförnu. Tvær þeirra notuðu helgarblaðið sem kom út föstudaginn 12. október til að staðfesta veru sína á landinu.

Hvort vændiskonurnar tvær hafi flett blaðinu og lesið góð viðtöl við Hörð Torfason og Sölva Fannar eða kynnt sér nýjustu tíðindi af braggamálinu skal ósagt látið.

Vændi er ekki aðeins stundað í þessum íbúðum af konum sem auglýsa á síðum eins og City of Love. DV fylgdist grannt með kampavínsklúbbum þar sem sterkur orðrómur var um að hægt kaupa vændi. Blaðamenn fóru á staðinn og gátu staðfest að það væri auðsótt mál.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gæti farið til Englands en vill frekar enda í Ástralíu

Gæti farið til Englands en vill frekar enda í Ástralíu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Veðrið farið að lægja á höfuðborgarsvæðinu: Þessir hafa opnað á ný

Veðrið farið að lægja á höfuðborgarsvæðinu: Þessir hafa opnað á ný