fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Frosti hraunar yfir Karl Ólaf – „Þetta er sem sagt blaðamaðurinn sem RÚV ákveður að senda“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. júní 2018 13:47

Frosti Logason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útvarpsmaðurinn Frosti Logason fór mikinn í Harmageddon í morgun og gagnrýndi harðlega framkomu RÚV undanfarið. Hann telur mjög óeðlilegt að þegar kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson kom til landsins á dögunum þá hafi RÚV haft lítinn áhuga á að ræða við hann, þrátt fyrir bók hans, 12 Rules for Life, sé metsölubók um víða veröld.

RÚV hafi þó sent yfirlýstan andstæðing Peterson á fyrirlesturinn. Af orðum Frosta að dæma þá telur hann pólitík hafa ráðið för hjá stofnun sem á að heita hlutlaus. Umræðan í Harmageddon hófst á því að bæði Frosti og Máni Pétursson ræddu mikilvægi þess að RÚV færi af auglýsingamarkaði.

„Það var eitt sem að RÚV gerði, þeir sendu mann á fyrirlestur Jordan Peterson til að fjalla um á Ríkisútvarpinu og veistu hvaða mann þeir sendu? Þeir sendu mann sem hafði skrifað þetta eftirfarandi þegar tilkynnt var að Jordan Peterson væri að koma til Íslands og miðasala væri að hefjast í nóvember. Þá skrifaði þessi maður:

„Þessi maður er að koma til Íslands bráðum. Hann ætlar að tala um eitthvað. Er ekki alveg viss um hvað hann ætlar að tala um. En Viðskiptablaðið hefur skrifað grein um að hann sé ötull talsmaður málfrelsis. Það er hann sannarlega ekki. Hann er auli og málpípa kryptófasista. Sýsifos mælir stranglega gegn því að mæta á fyrirlestur mannsins. Þessi grein útskýrir ágætlega vitsmunalega brandarann sem þessi maður er.““

Maðurinn sem Frosti vísar í heitir Karl Ólafur Hallbjörnsson og birtust ummælin á vefrit hans um heimspeki, stjórnmál og ritlist, Sýsifos. Hér má lesa pistil hans um fyrirlesturinn sem birtist á vef RÚV. „Þetta er sem sagt blaðamaðurinn sem RÚV ákveður að senda á fyrirlesturinn til að fjalla um í sínum miðli. Hugsaðu þér fagmennskuna. Hvað er í gangi?,“ sagði Frosti í morgun.

Þá sagði Máni: „Er stofnunin komin á einhvern mjög súran stað? Orðið eitthvað sérvaxið skrímsli sem þarf að fara að stoppa?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst