fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
Fréttir

Morðið á Birnu: Thomas dæmdur í 19 ára fangelsi

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 29. september 2017 13:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thomas Fredrik Møller Olsen var í dag dæmdur sekur um hafa orðið Birnu Brjánsdóttir að bana þann 14. janúar síðastliðinn. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness á öðrum tímanum í dag. Ákæruvaldið fór fram á 18 ára fangelsisvist yfir Thomas Møller en hann hefur frá upphafi neitað sök í málinu. Verjandi hans, Páll Rúnar M. Kristjánsson, krafðist sýknu af báðum ákæruliðum sem Thomas Møller var sakaður um. Thomas var dæmdur í nítján ára fangelsi í héraðsdómi nú rétt í þessu fyrir að verða Birnu að bana og fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot.

Birna Brjánsdóttur hvarf þann 14. janúar síðastliðinn. Hún sást síðast á eftirlitsmyndavél við Laugaveg 31 klukkan 05:25 að morgni laugardags. Birna hafði verið úti að skemmta sér á skemmtistaðnum Húrra í miðbæ Reykjavíkur. Umfangsmiklar leitaaðgerðir stóðu yfir í þá átta sólarhringa sem hennar var saknað og fjöldi fólks tók þátt í óformlegri leit að Birnu. Lík Birnu fannst þann 22. janúar í fjöruborðinu við Selvogsvita í Ölfusi.

Þá voru tveir menn í gæsluvarðhaldi grunaðir að hafa orðið Birnu að bana, Thomas Møller Olsen og Nikolaj Olsen. Þeir voru báðir skipverjar á grænlenska togaranum Polar Nanoq.

Nikolaj Olsen man eftir að kona kom inn í rauðu Kia Rio bifreiðina

Thomas og Nikolaj voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald þann 18. janúar síðastliðinn. Nikolaj Olsen var sleppt úr haldi 2. febrúar og er ekki grunaður að hafa komið að morði Birnu. Nikolaj gaf framburð sinn um föstudaginn 13. janúar við aðalmeðferð í máli Thomas Møller Olsen.

Nikolaj sagðist hafa fengið far með Thomas Møller og öðrum skipverja af Polar Nanoq að nafni Inuk í miðborg Reykjavíkur. Hann hafi þá farið inn á English Pub og var þar að drekka þangað til Thomas kom aftur en þá einn. Þegar English Pub lokaði fóru þeir á annan skemmtistað, American Bar, en þá var Nikolaj orðinn mjög ölvaður. Eftir American Bar fóru þeir inn í rauðu Kia Rio-bifreiðina sem Thomas hafði á leigu en Nikolaj sagðist ekki muna nákvæmlega hvar eða hvenær.

„Ég vildi fara í skipið en Thomas vildi fara í bíltúr. Ég man ekki mikið restina. Þegar ég var í fangelsinu rifjaðist upp fyrir mér að við vorum á Laugavegi. Svo man ég að það kom kona inn í bílinn við Laugaveg. Svo minnir mig að við höfum farið niður í skip eftir það, ég hef sofnað í bílnum”.

Nikolaj gat ekki staðfest að konan hafi verið Birna Brjánsdóttir og gat heldur ekki staðfest að bifreiðin hafi stoppað við Golfklúbb Garðabæjar við Vífilsstaði.

Myndbandsupptökur sýna Thomas þrífa bílinn

Með rannsókn á fjarskiptagögnum og myndefni var hægt að rekja ferðir rauðu Kia Rio bifreiðarinnar um Reykjavík, Sæbraut og Reykjanesbraut, Kópavog og Garðabæ og til Hafnarfjarðar. Símsendar hættu að nema síma Birnu um klukkan 05:50 á móts við Sléttuhraun í Hafnarfirði. Í myndbandsupptöku sést bifreiðinni ekið að Polar Nanoq við Hafnarfjarðarhöfn klukkan 05:55 og stíga tveir karlmenn þá út úr bifreiðinni. Karlmennirnir í myndbandinu eru Thomas og Nikolaj og aðhöfðust eitthvað í kringum bifreiðina. Nikolaj fór síðan um borð í Polar Nanoq. Thomas ók þá bifreiðinni á annan stað á hafnarsvæðinu þar sem hann steig út úr bifreiðinni og fór inn í farþegasætið aftur í. Talið er að Birna hafi verið í farþegasætinu en Nikolaj greindi frá því að hafa séð stúlku liggja í aftursæti bifreiðarinnar.

„Þá hafi (B) greint frá því að hafa séð stúlkuna liggja í aftursæti bifreiðarinnar þegar hann fór úr bifreiðinni í Hafnarfjarðarhöfn þar sem hann hafi farið um borð í togarann Polar Nanoq,“ kemur fram í greinargerð lögreglu.

Thomas var í aftursæti bílsins í um 50 mínútur samkvæmt myndbandsupptökum og það er á þessum tíma sem Thomas er talinn hafa veitt Birnu áverka. Eftir þessar 50 mínútur sést Thomas koma úr farþegasætinu, setjast fram í og aka burt en klukkan var þá um sjö um morguninn.

Lögreglan telur að Thomas hafi þá ekið suður í Ölfus og hafi varpað þar Birnu í sjó skammt frá Selvogsvita. Næst er vitað um ferðir Thomasar í verslun Krónunnar í Hafnarfirði um klukkan 10:30. Þar keypti hann hreinsivörur og fór aftur að togaranum. Hann sést síðan þrífa bifreiðina klukkan 12:46 í myndbandsupptökum og var að þrífa til 13:25. Síðan fór hann með stóran svartan ruslapoka úr bílnum og um borð í Polar Nanoq.

Í gæsluvarðhaldsúrskurði héraðsdóms 19. janúar segir: „Við skýrslutöku hafi kærða verið kynnt að ökuskírteini Birnu hafi fundist við leit í Polar Nanoq við komu þess til hafnar. Skírteinið hafi verið í svörtum ruslapoka á dekki togarans. Aðspurður hafi kærði ekki getað skýrt það af hverju skírteinið fannst þar og segist ekki bera ábyrgð á því.“
Fingrafar Thomasar fannst á ökuskírteini Birnu.

Blóð og lífsýni fannst í bifreiðinni

Birna Brjánsdóttir drukknaði en einnig voru töluverðir áverkar á líki hennar. Einnig voru áverkar um að þrengt hafi verið að hálsi hennar. Blóð úr Birnu var að finna um alla Kia Rio bifreiðina sem Thomas hafði á leigu aðfaranótt laugardagsins 14. janúar þegar Birna hvarf.

Ragnar Jónsson, rannsóknarlögreglumaður hjá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, bar vitni við aðalmeðferð í máli Thomas Møller Olsen. Hann ræddi sérstaklega rannsókn lögreglu á blóðblettum í rauðu Kia Rio bifreiðinni sem Thomas hafði á leigu.

„Bíllinn lýstist upp eftir lúmínól próf aftur í. Það var búið að þurrka yfir blóðið og því erfitt að rannsaka þetta. Blettirnir halda þó línulegri lögun sinni. Manneskjan fær tvö högg eftir að henni byrjar að blæða, en við erum ekki með heildarmynd af atburðinum,“ sagði Ragnar. Hann sagði að blóðið væri úr vitum en Birna var nefbrotin.

Sakhæfur og „óeðlilega eðlilegur“

Thomas Møller Olsen var ákærður fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur þann 30. mars síðastliðinn. Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller Olsen hófst 21. ágúst síðastliðinn og var lokið 1. september. Thomas Møller Olsen var metinn sakhæfur af Sigurði Pál Pálsson geðlækni. Sigurður Páll bar vitni við aðalmeðferð og sagði að Thomas hafi komið hátt út á lygaskala og er „óeðlilega eðlilegur.“
Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari spurði Sigurð sérstaklega út í minni Thomasar. „Vill stundum ekki svara já eða nei en það er ekkert að minninu. Hann segist ekki muna þegar hann vill ekki svara spurningum,“ svaraði Sigurður Páll. Thomas hefur frá upphafi haldið fram sakleysi sínu.

Thomas Møller sat í einangrun í sex vikur en var svo fluttur í fangelsið á Hólmsheiði af öryggisástæðum.

Saksóknari fór fram á 18 ára fangelsi

Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari fór fram að Thomas verði dæmdur í lengri afplánun en þau 16 ár sem hefð er fyrir. Í málflutningi hennar í dómssal flutti Kolbrún rök fyrir því að dæma ætti Thomas í tvö ár fyrir fíkniefnalagabrotið og 16 ár fyrir morðið, samtals 18 ár.

„Engin hefð er fyrir því að dæma menn í lengri dóma en 16 ár þó það sé heimilt með lögum. Hann hefur áður fengið dóm fyrir fíkniefnalagabrot í Grænlandi. 18 ára fangelsi er því algjört lágmark í þessu máli,“ sagði Kolbrún.
Mikið magn af hassi fannst um borð í Polar Nanoq og hefur Thomas viðurkennt að hafa ætlað að smygla 20 kílóum af hassi frá Danmörku til Grænlands.

Dómur í máli héraðssaksóknara gegn Thomas Frederik Møller Olsen var kveðinn upp á öðrum tímanum í dag. Thomas er fundinn sekur um morðið á Birnu Brjánsdóttir og fékk 19 ára fangelsisdóm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ása er stolt af því að vera þingkona: „Það er þó eitt við þetta starf sem ég er enn að reyna að skilja“

Ása er stolt af því að vera þingkona: „Það er þó eitt við þetta starf sem ég er enn að reyna að skilja“
Fréttir
Í gær

Angjelin Sterkaj gifti sig í Grundarfjarðarkirkju – Afplánar dóm fyrir morðið í Rauðagerði

Angjelin Sterkaj gifti sig í Grundarfjarðarkirkju – Afplánar dóm fyrir morðið í Rauðagerði
Fréttir
Í gær

Trump hegðar sér eins og útsendari guðs – Gæti endað sem „Trölli sem stal jólunum“

Trump hegðar sér eins og útsendari guðs – Gæti endað sem „Trölli sem stal jólunum“
Fréttir
Í gær

Fjölskylduhjálp Íslands fékk ekki styrk í ár því samtökin sóttu ekki um hann

Fjölskylduhjálp Íslands fékk ekki styrk í ár því samtökin sóttu ekki um hann
Fréttir
Í gær

Brottrekstur Úlfars gagnrýndur – „Bendir til þess að stjórnvöld leggi meira upp úr því að fela vandann en að taka á honum“

Brottrekstur Úlfars gagnrýndur – „Bendir til þess að stjórnvöld leggi meira upp úr því að fela vandann en að taka á honum“
Fréttir
Í gær

Þessir tveir hlutir eru á algjörum bannlista hjá Karli og Kamillu í bresku konungshöllinni

Þessir tveir hlutir eru á algjörum bannlista hjá Karli og Kamillu í bresku konungshöllinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“