fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Sveinn Andri harmi sleginn: „Átakanlegt þegar menn sjá enga aðra leið“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 8. mars 2017 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinn Andri Sveinsson lögmaður kveðst harmi sleginn eftir að skjólstæðingur hans lést á mánudaginn. Greint var frá því í fjölmiðlum í gær að Eiríkur Fannar Traustason hefði fundist meðvitundarlaus í fangaklefa sínum á á Akureyri á laugardaginn. Hann var fluttur þungt haldinn á gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri. Hann var síðan úrskurðaður látinn á mánudag.

Sjá einnig: Fannst meðvitundarlaus í klefa sínum um helgina

Í gær gengst hann undir viðamikla skurðaðgerð þar sem líffæri hans voru fjarlægð. Staðfesti bróðir Eiríks að til stæði að gefa líffærin til fólks sem þyrfti á þeim að halda. Íslendingar hafa verið meðlimir í sameiginlegum líffærabanka Norðurlanda, Scandiatransplant, frá árinu 1991. Það ár voru sett lög sem skilgreindu heiladauða og heimiluðu brottnám líffæra úr látnum til ígræðslu. Teymi frá Svíþjóð kemur til landsins þegar fjarlægja þarf líffæri, og framkvæmir aðgerðina.

Engin sálfræðingur

Vísir greinir frá því að aðeins tveir sálfræðingar séu að störfum hjá fangelsismálastofnun. Þar er rætt við Guðmundur Ingi Þóroddsson, formann Afstöðu, félags fanga. Segir hann að margir fanfar séu fársjúkir og ætti hluti þeirra frekar heima á spítala:

Hann segir:

„Sálfræðingur hefur ekki komið inn í fangelsið á Akureyri síðan í byrjun árs 2015. Það er því ekki einu sinni hægt að óska eftir slíkri þjónustu því hún er hvergi sýnileg. Þetta er veruleikinn sem við höfum margoft bent á.“

Guðmundur Gíslason, forstöðumaður fangelsisins á Akureyri, sagði í samtali við DV að hann myndi ekki eftir því að fangi hefði svipt sig lífi í fangelsinu.

Sjá einnig: Eiríkur Fannar gefur líffæri sín

Mynd: 123rf.com

Gunnar Jóhannsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglustjóranum á Norðurlandi, segir í samtali við DV að andlátið sé rannsakað eins og hvert annað dauðsfall. Enginn grunur sé um refisverða háttsemi. Spurður hvort litið sé svo á að eitthvað hafi farið úrskeiðis við vistunina segir Gunnar að svo sé ekki. „Þarna á sér stað sjálfsvíg.“

Lögmaður syrgir

Sveinn Andri Sveinsson var lögmaður Eiríks Fannars. Hann gagnrýnir „suma fjölmiðla“ og segir að þeir megi stíga varlega til jarðar þegar fjallað sé um einstaklinga í samfélaginu. Sveinn Andri segir:

„Ég er harmi sleginn yfir örlögum skjólstæðings míns. Átakanlegt þegar menn sjá enga aðra leið til að öðlast frið í sálinni. Fangelsismálastofnun mun án efa fara yfir það hvort eitthvað hafi mátt betur fara. Sumir fjölmiðlar mættu líka aðeins hugleiða hvort stundum sé ekki rétt að stíga aðeins varlegar til jarðar þegar kemur að umfjöllun um einstaklinga í samfélaginu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Í gær

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri Másson segist ekki tala fyrir því að ganga úr EES-samstarfinu

Snorri Másson segist ekki tala fyrir því að ganga úr EES-samstarfinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Vilhjálmur til OK