fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Vigdís Grímsdóttir ökklabrotnaði

Fær bætur samkvæmt dómi héraðsdóms – „Ég er bæði undrandi og glöð“

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 10. desember 2016 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er mjög réttlátur dómur og ég er bæði undrandi og glöð yfir þessu máli. Héraðsdómur virti það sem satt er. Ég er þakklát fyrir að réttarkerfi okkar virki og að réttlætið hafi náð fram að ganga. Upphaflega vildi ég aðeins tryggja að aðgengið yrði lagað svo að þetta myndi ekki henda neinn annan. Þetta er eitthvað sem ég þarf að glíma við það sem eftir er ævi minnar,“ segir Vigdís Grímsdóttir, rithöfundurinn góðkunni, sem varð fyrir því óláni að ökklabrotna við verslun Mosfellsbakarís á Háaleitisbraut.

Í vikunni féll dómur í héraðsdómi þar sem eigandi fasteignarinnar, Hermann Bridde, og umráðaaðili verslunarrýmisins, Mosfellsbakarí, voru dæmdir skaðabótaskyldir vegna slyssins.

Neyddist til að fara í mál

Vigdís harmar að málið hafi þurft að fara fyrir dóm en viðleitni hennar til úrbóta hafi ekki hlotið neinar undirtektir hjá málsaðilum og því hafi hún neyðst til þess að sækja rétt sinn fyrir dómi. Hún þakkar einnig lögmanni sínum, Páli Ásgeiri Davíðssyni, fyrir góð störf.
Atvikið átti sér stað þann 19. september 2014 þegar Vigdís var að koma út úr bakaríinu.

Í dómnum segir orðrétt: „Af hálfu stefnanda [Vigdísar, innsk. blm.] er slysinu lýst á þann veg að þegar hún hafi sett hægri fótinn út fyrir dyrnar hafi útidyrahurðin skollið harkalega aftan á hana með þeim afleiðingum að hún kom skakkt niður á fótinn á gangstéttinni fyrir framan bakaríið. Stefnandi var flutt á Landspítala í kjölfarið. Þar kom í ljós að stefnandi hafði brotnað á hægri ökkla.“ Vinkona Vigdísar sat úti í bíl og varð vitni að slysinu og gaf skýrslu fyrir dómi.

Þarf að notast við staf

Þá kemur fram að Vigdís hafi þurft að notast við hjólastól eftir slysið en síðan göngugrind og hækjur. Hreyfigeta í ökklanum sé skert enn þann dag í dag og núna, rúmum tveimur árum eftir slysið, verði hún enn að notast við staf.

Krafa Vigdísar byggðist á því að þröskuldurinn fyrir utan verslunina hafi verið margfalt hærri en reglur heimili. Þá sé útidyrahurð bakarísins knúin af pumpu sem láti hurðina lokast hættulega hratt og með miklum fallþunga. Að lokum sé halli frá neðri brún hurðar og að yfirborði hellulagnar sem auki verulega hættuna á að fólki skriki fótur þegar það stígur út úr versluninni.

Rík skylda á eigendum fasteigna

Mosfellsbakarí, Hermann Bridde og VÍS mótmæltu öllum kröfum og málsástæðum Vigdísar. Aðilarnir töldu með öllu ósannað að þeir ættu sök á slysi Vigdísar og að þeir hafi valdið því með saknæmum og ólögmætum hætti.

Héraðsdómur tók ekki undir þessi rök en í dómnum kemur fram að „almennt verði að leggja ríka skyldu á eigendur og umráðamenn fasteigna, þar sem rekin er verslun fyrir neytendur, að gera eðlilegar ráðstafanir til að tryggja öryggi þeirra sem þar eiga leið um.“ Þá voru fullyrðingar Vigdísar sannreyndar með vettvangsferð dómara.

Héraðsdómarinn Ásmundur Helgason komst því að þeirri niðurstöðu að Mosfellsbakarí, sem umráðamaður verslunarrýmisins, og Hermann Bridde, eigandi þess hluta fasteignarinnar, skuli bera skaðabótaábyrgð á líkamstjóni Vigdísar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst